Íslensk þjóðerni og óttinn við innflytjendur

22
HÁSKÓLINN Á BIFRÖST Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði [email protected] Ritrýnd grein, birt í Ritinu, tímaríti Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands í apríl 2008

Transcript of Íslensk þjóðerni og óttinn við innflytjendur

HÁSKÓLINN Á BIFRÖST

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur

Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði

[email protected]

Ritrýnd grein, birt í Ritinu, tímaríti Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands í apríl 2008

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 2

Inngangur

Haustið 2006 komust málefni innflytjenda í brennidepil íslenskra stjórnmála þegar

Frjálslyndi flokkurinn lýsti yfir vilja til að hefta straum innflytjenda til landsins. Lengi vel

fluttu mun færri útlendingar til Íslands en til nágrannaríkjanna. Því hefur umræðan um

málefni innflytjenda verið töluvert seinna á ferðinni hér á landi en víðast annars staðar.

Undanfarin ár hefur fjöldi innflytjenda hins vegar margfaldast og skýrir það tímasetningu

umræðunnar. Í orðræðunni sem fylgdi í kjölfar útspils Frjálslynda flokksins mátti greina

ótta við að innflytjendur væru á einhvern hátt ógn við íslenska þjóð og íslenska

þjóðmenningu. Í þessari grein er staða innflytjenda í íslensku samfélagi tekin til skoðunar

og spurt hvers vegna menn óttist innflytjendur á Íslandi?1

Ströng innflytjendalöggjöf

Til að meta stefnu stjórnvalda í málefnum innflytjenda þarf að skoða tvennt, annars vegar

reglur um aðstreymi fólks til landsins og hins vegar þarf að greina aðgerðir sem ætlaðar

eru til að laga innflytjendur að samfélaginu, sem og þær aðgerðir sem miða að því að

samlaga það þjóðfélag sem fyrir er að sambúð með fólki sem flytur til landsins. Hér er

það fyrrnefnda tekið fyrst til skoðunar.

Þegar aðstreymisreglurnar eru til skoðunar þarf aftur að greina milli tveggja hópa.

Það gilda nefnilega afar ólíkar reglur um borgara á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og

þá sem koma frá löndum utan EES-svæðisins.2

Innan EES

Þegar Ísland hóf þátttöku í samstarfinum um Evrópska efnahagssvæðið í ársbyrjun 1994

var innri markaður ESB um leið útvíkkaður til Íslands. Fjórfrelsið svokallaða, frelsi í

vöruviðskiptum og þjónustu, fjárfestingarréttur og frjáls för starfsfólks milli

1 Þessi grein er að hluta byggð á kafla um hliðstætt efni í bók höfundar, Opið land – staða Íslands í

evrópskri samvinnu, Reykjavík: Skrudda, 2007. 2 EES-borgar eru ríkisborgarar þriggja EFTA-ríkja, Íslands, Noregs og Liechtenstein, auk ríkisborgara

ESB-ríkjanna 27. Þau eru: Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland,

Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Portúgal, Pólland,

Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland.

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 3

Evrópulandanna, teygði sig einnig til Íslands. Með EES-aðildinni fengu ríkisborgarar

aðildarríkja ESB þar með atvinnu- og dvalarrétt á Íslandi. Á sínum tíma óttuðust margir

að fátækir innflytjendur frá Suður-Evrópu myndu streyma til landsins í kjölfar þess að

ríkisborgarar ESB fengu atvinnurétt á Íslandi um leið og EES-samningurinn gekk í gildi.

Sá ótti reyndist ástæðulaus. Þessi atvinnuréttur gildir nú einnig um íbúa Austur-Evrópu

sem gengu í sambandið vorið 2004. Það voru því embættismenn í Brussel sem ákváðu að

Pólverjar, svo að dæmi sé tekið, þurfi ekki að ganga á milli íslenskra kontóra og

sendiskrifstofa til að fá að vinna á Íslandi.

Embættismenn ESB sömdu á sínum tíma um tímabundna aðlögun sem heimilaði

takmörkun á hinu frjálsa flæði fólks samhliða stækkun ESB í austur. Flest ríkjanna vestan

megin gamla járntjaldsins ákváðu að fresta hinni frjálsu för um tvö ár en Bretar og Svíar

opnuðu þó landamæri sín strax 1. maí 2004. Í fyrirvaranum voru ákvæði um að ríki gæti

viðhaldið frestinum í tvö ár til viðbótar ef sérstakar aðstæður væru uppi og til þriggja ára

að auki eftir það ef mjög alvarlegar ástæður lægju fyrir því. Það eina sem íslensk

stjórnvöld höfðu því raunverulega um málið að segja, var hvort atvinnuréttur fólks frá

hinum nýju ríkjum ESB í Austur-Evrópu yrði virkur árið 2004, 2006, 2008 eða 2011 í

allra síðasta lagi. Íslenski félagsmálaráðherrann með fulltingi ríkisstjórnarinnar ákvað að

frelsið fengist 1. maí 2006 eins og átti við í flestum öðrum Evrópuríkjum.3 Öðru fékk

hann ekki að ráða. Ekkert ríkjanna í EES nýtti sér lengri frest.

Alþjóðlegar skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist gera það sem sé að

verkum að hérlend stjórnvöld eru skuldbundin að hleypa ríkisborgurum

Evrópusambandsins inn á íslenskan vinnumarkað. Eins og átti við í fyrri stækkun ESB í

austur ákváðu íslensk stjórnvöld einnig að fresta hinni frjálsu för um tvö ár þegar

Rúmenía og Búlgaría gengu í ESB í ársbyrjun 2007. Að óbreyttu fá íbúar Rúmeníu og

Búlgaríu því atvinnurétt á Íslandi 1. janúar 2009.4

Utan EES

3 Lög um breytingu á lögum nr. 47/1993, um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska

efnahagssvæðisins, og lögum nr. 97/2002, um atvinnuréttindi útlendinga. Vefslóð:

http://www.althingi.is/altext/stjt/2006.021.html. (Skoðað 5. desember 2007.) 4 Hér má geta þess að Samtök atvinnulífsins hafa lýst þeirri skoðun að engin ástæða sé fyrir íslensk

stjórnvöld að nýta þennan aðlögunarfrest vegna frjáls flæðis launafólks frá Rúmeníu og Búlgaríu.

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 4

Öfugt við það sem á við um ríkisborgara EES-ríkjanna geta íslensk stjórnvöld sjálf ráðið

reglum um hingaðkomu ríkisborgara annarra ríkja. Á allra síðustu árum hefur snaraukinn

fjöldi Evrópubúa komið inn á íslenskan vinnumarkað en það hefur aftur orðið til að

þrengja verulega um möguleika ríkisborgara annarra landa að fá atvinnu- og dvalarleyfi á

Íslandi.5 Er nú svo komið að aðrir en EES-borgarar eru nú svo gott sem útilokaðir frá

íslenskum vinnumarkaði nema tiltekin sérhæfing eða afmörkuð sérþekking komi til.

Skriffinnskan við slíkar umsóknir er að auki svo mikil og tímafrek að flestir

atvinnurekendur veigra sér við að standa í því lengur að sækjast eftir fólki utan EES.

Vinnumálastofnun túlkar til að mynda hlutverk sitt þannig að ekki eigi að veita

atvinnuleyfi nema skortur sé á starfsfólki í greininni á öllu EES-svæðinu.6

Þrátt fyrir þessa breytingu á möguleikum fólks utan EES til að sækja sér atvinnu á

Íslandi hafa íslensk stjórnvöld ekki mótað sjálfstæða stefnu um aðstreymi ríkisborgara

utan EES heldur látið duga að innleiða sams konar reglur og gilda í Danmörku og Noregi.

Danska innflytjendalöggjöfin þykir ein sú strangasta á Vesturlöndum eins og nánar er

vikið að síðar í greininni. Löggjöfin einkennist í stuttu máli af þeirri viðleitni að setja

fólki utan EES-svæðisins afar þröngar skorður. Til að mynda er þaðan komið í íslensk lög

umdeilt ákvæði sem felur það í sér að ef erlendur eiginmaður eða eiginkona íslensks

ríkisborgara er undir 24 ára aldri fær viðkomandi einstaklingur ekki sjálfkrafa rétt til að

setjast að hjá maka sínum á Íslandi.7 Slík lög eru fáheyrð og jafnvel er hugsanlegt að þau

stangist á við mannréttindasáttmála Evrópu þótt ekki hafi verið látið á það reyna. Ekki

síst þess vegna hefur félagsmálaráðuneytið nú í undirbúningi frumvarp sem gerir ráð fyrir

nokkrum breytingum á 24 ára reglunni. Að auki er í íslensku lögunum sú regla að

innflytjendur mega ekki fá foreldra sína til sín nema þeir hafi náð 66 ára aldri.8 Samtök

atvinnulífsins (SA) hafa gagnrýnt þessa ströngu stefnu í málefnum innflytjenda og hafa

hvatt til að liðkað verði um flæði vinnuafls til landsins. Framkvæmdastjóri SA hefur til að

5 Reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga (339/2005). Reglugerðasafn stjórnarráðsins. Vefslóð:

http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/aa0d47377abc977400256a090053ff91/2f2767dc3ef9e

d0000256fd40058becc?OpenDocument. (Skoðað 18. desember 2007.) 6 Pétur Blöndal, „Regnboginn er fallegri“, Morgunblaðið 15. júlí 2007.

7 Lög um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002. Þingtíðindi. Vefslóð:

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2002097.html. (Skoðað 18. desember 2007.) 8 Sjá vef Alþjóðahúss: Atvinnu- og dvalarleyfi. Vefslóð: http://www.ahus.is/is/atvinnu-og-dvalarleyfi-

15.html. (Skoðað 7. september 2007.)

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 5

mynda bent á að óheyrilega erfitt sé fyrir Kínverja, sem ætla að stunda viðskipti á Íslandi,

að fá vegabréfsáritun á Íslandi og enn erfiðara fyrir Indverja.9

Hér hefur verið sýnt fram á að íslensk stjórnvöld eru ýmist bundin af

samevrópskum reglum eða hafa sótt fyrirmyndir til þeirra nágrannaríkja sem viðhafa

hvað strangasta innflytjendastefnu. Í málefnum hælisleitenda skilur Ísland sig hins vegar

frá öðrum ríkjum því að Íslendingar taka almennt ekki við hælisleitendum. Þrátt fyrir að

fjöldi hælisleitenda komi til landsins á hverju ári hefur aðeins einn einstakur hælisleitandi

sem hingað hefur komið fengið hæli hér á landi frá árinu 1992. Sem dæmi má nefna sóttu

39 einstaklingar um hæli á Íslandi á fyrstu sex mánuðum ársins 2007. Íslensk stjórnvöld

hafa getað skýlt sér á bak við Dyflinarsamkomulagið svokallaða sem kveður á um að

meðhöndla beri umsókn hælisleitenda í fyrsta ríki sem flóttamaðurinn kemur til utan

heimalands. Ísland er þannig í sveit sett að það er auðvitað sjaldnast svo að flóttamenn

beri fyrst á land á Íslandi, flestir hælisleitendur sem hingað koma hafa áður átt viðdvöl í

öðru landi. Af þeim sökum hafa íslensk stjórnvöld getað sent hælisleitendur aftur til þess

lands þaðan sem þeir komu, kjósi þau svo. Nokkrum hefur þó verið veitt dvalarleyfi af

mannúðarástæðum. Á tímabilinu 1956 til 2000 fékk 451 hælisleitandi dvalarleyfi á

Íslandi og var 291 þeirra enn á landinu árið 2005. Frá árinu 2003 hafa einungis 10 fengið

dvalarleyfi vegna mannúðarsjónarmiða svo að verulega hefur þrengst hér um

undangenginn áratug. Ísland hefur þó reglulega tekið á móti litlum hópum af

svokölluðum kvótaflóttamönnum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu

þjóðanna en kvótaflóttamenn fá margvíslega aðstoð frá hinu opinbera við að aðlagast

íslensku samfélagi.10

Íslensk stjórnvöld hafa ennfremur komið á því fyrirkomulagi að atvinnuleyfi

innflytjenda, utan EES, er bundið við vinnuveitandann í stað þess að atvinnurétturinn sé í

höndum einstaklingsins sjálfs.11

Innflytjendur á Íslandi, utan EES, hafa með öðrum

orðum ekki sama atvinnufrelsi og við hin. Tæpast er hægt að lýsa þeirri ráðstöfun

9 Vilhjálmur Egilsson, „Þekking á að flæða á milli landa“, Morgunblaðið 15. júlí 2007.

10 Sjá vef Rauðakrossins: Hælisleitendur á Íslandi. Vefslóð:

http://redcross.is/Apps/WebObjects/RedCross.woa/wa/dp?id=1000338. (Skoðað 18. desember 2007.) Sjá

einnig: Oddný Helgadóttir, „Brot hælisleitenda viðurkenndir flóttamenn á Íslandi“, Morgunblaðið 29. júlí

2007. 11

Sjá vef félagsmálaráðuneytisins. Atvinnuleyfi samkvæmt lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr.

97/2002. Vefslóð: http://www.felagsmalaraduneyti.is/malaflokkar/innflytjendur/atvinnurettindi. (Skoðað

18. desember 2007.)

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 6

öðruvísi en sem einhvers konar nútímavistarbandi sem lagt er á útlendinga, enda hefur

komið í ljós að starfsmenn frá ríkjum utan EES sem missa vinnuna eiga erfiðara með að

finna annað starf en tíðkast meðal þeirra sem búa við atvinnufrelsi.12

Þá er jafnvel gengið

svo langt að konur íslenskra eiginmanna, frá löndum utan EES, eru beinlínis sendar úr

landi ef þær flýja frá íslenskum mönnum sem beita þær ofbeldi.13

Þessi stranga

innflytjendalöggjöf, í bland við aukinn straum Evrópubúa til landsins, hefur orðið til þess

að núorðið koma fáir innflytjendur til landsins utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Niðurstaðan er því sú að þegar stefna Íslands í málefnum innflytjenda er skoðuð

blasir fyrst við sú staðreynd að íslensk stjórnvöld hafa alls ekki mótað sjálfstæða stefnu,

heldur látið duga að flytja hana nokkurn veginn hráa inn í landið, annars vegar frá

Evrópusambandinu og hins vegar frá Danmörku og Noregi en þar sem um sjálfstæðar

ráðstafanir er að ræða einkennast þær af viðleitni til að takmarka straum innflytjenda til

landsins sem allra mest. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er þó að finna kafla um

málefni innflytjenda undir heitinu umbætur í innflytjendamálum svo að hugsanlega

stendur þetta til bóta.14

Ennfremur er tiltölulega nýstofnað innflytjendaráð að vinna

aðgerðaráætlun í málaflokknum.

Atvinnuþátttaka og hagræn áhrif

Lengi vel var ásókn útlendinga til landsins mun minni en til annarra landa í Evrópu en

smám saman hefur straumurinn aukist. Þrátt fyrir öll höftin sem nefnd voru hér að framan

hefur það gerst á undanförnum árum að Ísland er orðið fjölmenningarþjóðfélag. Árið

1994 voru erlendir ríkisborgarar aðeins 1,7 prósent af heildarmannfjölda. Í ársbyrjun

2007 var hlutfallið komið yfir sex prósent. Hér á landi búa nú um 20.000 erlendir

ríkisborgarar.15

Þetta er fólk frá öllum heimshornum en flestir, raunar langflestir, frá

ríkjum ESB, eða um það bil 65%. Útlendingaeftirlitið skiptir þeim EES-borgurum sem

koma til Íslands í fjóra hópa: námsmenn, sjálfstætt starfandi eða þjónustuveitendur, fólk

12

Pétur Blöndal, „Regnboginn er fallegri“, Morgunblaðið 15. júlí 2007. 13

Sjá til að mynda viðtal við ónafngreinda afríska konu í Morgunblaðinu 21. ágúst 2006: „Hvers vegna er

verið að refsa mér með þessum hætti?“ 14

Sjá stefnuyfirlýsinu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007. Vefslóð:

http://www.stjornarrad.is/Stefnuyfirlysing. (Skoðað 6. desember 2007.) 15

Í apríl 2007 var heildarfjöldinn 20.049 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 7

með eigið fé, svo sem ellilífeyrisþega, og loks launþega. Langflestir tilheyra hópi

launþega, eða 90 prósent.16

Eftir að vinnumarkaðurinn opnaðist fyrir fólk frá Austur-

Evrópu hefur hlutfall ESB-borgara farið hraðvaxandi. Um leið hefur skrúfast fyrir straum

fólks frá löndum utan ESB. Flestir koma nú frá hinum nýju ríkjum sambandsins austan úr

álfu, langlestir frá Póllandi eða tæplega sjö þúsund manns.17

Við þessa tölu má bæta að á

síðastliðnum tuttugu árum hafa 5.500 útlendingar fengið íslenskan ríkisborgararétt.18

Ísland er með öðrum orðum heimili ríflega 25 þúsund manna sem eru af erlendu bergi

brotnir. Í þessu ljósi verður umræðan um hvort Ísland eigi að verða

fjölmenningarþjóðfélag eða ekki dálítið hlægileg: Eins og að um raunverulegt val sé að

ræða! Ísland er fjölmenningarþjóðfélag, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þetta

hefur gerst án þess að við höfum einu sinni tekið eftir því.

Þessi stóraukni straumur innflytjenda kom í kjölfar ofþenslu í efnahagslífinu en

undanfarin ár hefur fjöldi fólks komið frá ríkjum EES til að starfa á Íslandi, margir þeirra

hafa tekið að sér störf sem ekki hefur tekist að manna með innfæddum Íslendingum. Það

vekur athygli að samsetning innflytjenda á Íslandi er nokkuð ólík því sem þekkist í

nágrannaríkjunum. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar komu stórir hópar

starfsfólks til Vestur-Evrópu frá múslimaríkjum í Mið-Austurlöndum. Á Íslandi koma

flestir innflytjendur hins vegar frá Evrópu.

Það er einnig sérkenni hér á landi að öfugt við það sem þekkist víða erlendis eru

innflytjendur sjaldséðir á íslenskum atvinnuleysisskrám, hlutfallslega eru töluvert færri úr

þeirra röðum á slíkum skrám heldur en meðal innfæddra Íslendinga. Þótt innflytjendur

séu aðeins um sex prósent af mannafla landsins teljast þeir tíu prósent af heildarvinnuafli.

Með öðrum orðum, innflytjendur koma hingað til að vinna. Erlent verkafólk verkar ekki

aðeins fiskinn fyrir okkur og skapar þannig verðmæti fyrir samfélagið allt heldur sinna

margir úr þeirra röðum öldruðum og sjúkum. Aðrir bera blöðin heim til okkar á nóttinni

og hreinsa göturnar. Eins og aðrir sem starfa hér á landi greiðir erlenda verkafólkið skatta

til íslensks samfélags, sem meðal annars eru notaðir til að reka skólana fyrir börnin okkar

og elliheimilin fyrir foreldra okkar. Innflytjendur eru með öðrum orðum orðnir

mikilvægir þátttakendur í íslensku samfélagi og efnahagslífi.

16

Hildur Dungal, „Fáum vafamálin til okkar“ [Viðtal] Morgunblaðið 15. júlí 2007. 17

Pétur Blöndal, „Regnboginn er fallegri“, Morgunblaðið 15. júlí 2007. 18

Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðahúsi.

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 8

Án þessa erlenda verkafólks hefði hagvöxtur ekki verið jafnhraður hér landi og

raun ber vitni. Ljóst er að erlent verkafólk hefur létt verulega á spennunni sem varð í

hagkerfinu í kjölfar stórframkvæmda. Í ársbyrjun 2007 reiknaði greiningardeild

Landsbankans til að mynda út að ef erlent vinnuafl hefði ekki komið hingað til lands í

miklum mæli mætti gera ráð fyrir að verðbólga á Íslandi væri tveimur prósentustigum

hærri en hún er.19

Samkvæmt rannsókn greiningardeildar Kaupþings sparaði þátttaka

útlendinga á íslenska vinnumarkaðinum hverri meðalfjölskyldu 123 þúsund króna útgjöld

árið 2006. Sama rannsókn sýndi að ef erlenda starfsfólkið hefði ekki verið til staðar hefðu

skuldir fjölskyldunnar jafnhliða aukist um 200 þúsund krónur.20

Efnt til ófriðar

Framangreindar rannsóknir sýna að þrátt fyrir að erlendu starfsfólki hafi fjölgað verulega

hér á landi undanfarin ár hefur fjölgun innflytjenda ekki haft neikvæð áhrif á

efnahagslífið. Innfæddir Íslendingar hafa heldur ekki tapað störfum sínum til

innflytjenda, eins og gerst hefur sums staðar annars staðar. Þvert á móti sýna rannsóknir

að þeir Íslendingar sem fyrir voru hafi hagnast á þessum aukna fjölda innflytjenda, sem er

í takt við sams konar rannsóknir í öðrum löndum. Það er ekki síst í þessu ljósi sem það

vekur spurningar hvers vegna stjórnmálaafl á Íslandi hafi kosið að efna til ófriðar við

innflytjendur haustið 2006, sérstaklega þegar einnig er haft í huga að hér á landi er nú

þegar einhver strangasta löggjöf um innstreymi innflytjenda sem um getur í hinum

lýðfrjálsa heimi.

Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður fyrir kosningarnar 1999 og barðist fyrst og

fremst fyrir afnámi kvótakerfisins. Haustið 2006 hafði dregið mjög úr mikilvægi

fiskveiðistjórnunarkerfisins í íslenskri þjóðmálaumræðu og fylgi Frjálslynda flokksins

hafði að sama skapi dregist saman og staðnæmst við tvö til þrjú prósent.21

Til að frá mann

kjörinn á þing þurfa flokkar í það minnsta að fá um fimm prósent atkvæða. Frjálslyndi

flokkurinn gat því séð fram á að þurrkast út af þingi.

19

Edda Rós Karlsdóttir, „Erlent starfsfólk léttir pressu“, [Viðtal] Fréttablaðið 26. janúar 2007. 20

Þóra Helgadóttir, Breyta þenslu í hagvöxt – Áhrif erlends vinnuafls, Greiningardeild Kaupþings. 16.

janúar 2007. 21

Sjá Þjóðarpúls Gallup 2. október 2006.

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 9

Þann 1. nóvember 2006 birtist grein í Blaðinu undir fyrirsögninni Ísland fyrir

Íslendinga? Greinarhöfundur var Jón Magnússon, núverandi þingmaður flokksins í

Reykjavíkurkjördæmi. Í greininni var varað við þeirri fjölgun útlendinga sem orðið hafði

á Íslandi, sérstaklega þó við múslimum. Meðal annars sagði þar: „Ég vil ekki fá hingað

fólk úr bræðralagi múhameðs.“ Einnig sagði þar: „Við erum svo lítið sandkorn í

þjóðahafinu að mesta ógn sem sjálfstæð íslensk þjóð og íslensk menning hefur nokkru

sinni staðið frammi fyrir er núna. Það er okkar hlutverk að velja leiðina áfram. Fyrir

Ísland og Íslendinga.“22

Aðrir forystumenn Frjálslynda flokksins fylgdu í kjölfarið og

tóku sér stöðu gegn innflytjendum. Umræðan sem gaus upp í kjölfarið var óhemju hörð.

Til að mynda sagði varaformaður flokksins viku síðar í ræðu á Alþingi að það hafi verið

„svartur dagur í sögu þjóðarinnar“ þegar Pólverjar og aðrir ESB-borgarar frá ríkjum

Austur-Evrópu fengu atvinnuréttindi á Íslandi í maí 2006.23

Í kjölfarið rauk fylgi

flokksins upp í ellefu prósent í nóvemberkönnun Gallup.24

Næstu mánuði hélt flokkurinn

umræðunni vakandi. Í setningarræðu á landsfundi Frjálslynda flokksins í janúar 2007

talaði formaður flokksins meðal annars um mikilvægi þess að skima vel þá innflytjendur

sem vildu koma til landsins. Til að mynda sagði: „Heilbrigðisyfirvöld þurfa að vera á

varðbergi varðandi smitsjúkdóma eins og berkla.“ Þá vildi hann kanna „hugsanlega

sakaferla,“ og „meta menntun“ svo að eitthvað sé nefnt.25

Meðal almennra flokksmanna

og fylgismanna Frjálslynda flokksins var orðræðan mun harðari. Viðar Helgi Guðjohnsen

skipaði 5. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í grein á

bloggsíðu sinni um innflytjendamál varaði hann við auknum fjölda innflytjenda og

sagðist meðal annars hafa áhyggjur af því að laun kynnu að lækka, að innflytjendum

fylgdi eiturlyfjasala, mansal, berklar, nauðungarvinna og skipulagðar nauðganir.26

Á

fundi Frjálslynda flokksins 3. apríl 2007 sagði Kristinn Snæland, flokksmaður í

Frjálslynda flokknum, eftirfarandi um reynslu sína frá Svíþjóð: „Ég get sagt ykkur það.

Ég fann ekki að ég væri, ef ég segi minni gömlu Málmey. Þarna voru Tyrkir og

22

Jón Magnússon, „Ísland fyrir Íslendinga?“, Blaðið 1. nóvember 2006. 23

Magnús Þór Hafsteinsson, „Fjölgun útlendinga á Íslandi“, Alþingistíðindi B-mál 202, á 133.

löggjafarþingi 7. nóvember 2006. 24

Sjá Þjóðarpúls Gallups 1. desember 2006. 25

Guðjón Arnar Kristjánsson, „Ræða formanns á Landsþingi 2007“, 26. janúar 2007. Vefslóð:

http://www.althingi.is/gak/greinar/safn/003565.html#003565. (Skoðað 5. desember 2007.) 26

Viðar Helgi Guðjohnsen, „Ísland fyrir Íslendinga – um hvað erum við að tala“, Blog.is 29. mars 2007.

Vefslóð: http://vidargudjohnsen.blog.is/blog/vidargudjohnsen/day/2007/3/29/. (Skoðað 1. ágúst 2007.)

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 10

svertingjar og múslimar að selja kebab og pítsur og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta var

óhuggulegt.“27

Þessi málflutningur Frjálslynda flokksins mætti harðri andstöðu í

þjóðmálaumræðunni og eftir því sem nær dró kosningum lagði flokkurinn meiri áherslu á

önnur mál og dró töluvert úr hörkunni í málflutningi sínum um innflytjendamál. Fylgi

flokksins seig þó nokkuð í aðdraganda kosninganna 12. maí 2007 og endaði í 7,3

prósentum í kosningunum.

Einhverjir hafa haldið því fram að hörð stefna Frjálslynda flokksins í

innflytjendamálum hafi komið fram haustið 2006 í viðleitni til að bjarga flokknum frá því

að þurrkast út í kosningunum vorið 2007. Því til stuðnings rifjaði fyrrverandi þingmaður

flokksins, Gunnar Örlygsson, upp ummæli varaformanns flokksins frá 2003 í

Morgunblaðsgrein en þá lýsti Magnús Þór Hafsteinsson allt annarri afstöðu. Ummælin

skrifaði varaformaðurinn á vefsíðuna Málefnin.com í tilefni af því að liðsmenn

glæpasamtakanna Hells Angels , eða Vítisengla, voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli og

þeim snúið til baka til síns heimalands. Ummæli varaformannsins voru svona: „Ég verð

nú að segja að þessi stefna lögregluvaldsins að ætla að fara að sortera fólk og nánast

dæma og vísa á brott án dóms og laga þegar það kemur til landsins; það er í mínum huga

mjög vafasamt.“

Það sem er áhugavert hér er að kannanir sýndu að það var stefnubreyting

Frjálslynda flokksins í málefnum innflytjenda sem jók fylgi flokksins í

skoðanakönnunum. Þrátt fyrir að fylgið hafi svo sigið nokkuð eftir því sem flokkurinn

dró úr hörkunni í málflutningi sínum þá hlaut hann að lokum mun fleiri atkvæði en

skoðanakannanir höfðu sýnt áður en flokkurinn tók sér stöðu gegn innflytjendum. Í

þessari grein er ekki ætlunin að greina af hvaða völdum Frjálslyndi flokkurinn kaus að

efna til ófriðar gegn innflytjendum haustið 2006. Ætlunin hér er miklu heldur að skoða

hvað það er íslensku samfélagi sem veldur ótta í garð innflytjenda og birtist í þessu tilviki

í auknu fylgi við Frjálslynda flokkinn í skoðanakönnunum. Áður en það er hægt þarf þó

fyrst að bera þróunina hér á landi saman við það sem við þekkjum frá nágrannaríkjunum.

27

Kristinn Snæland á fundi Frjálslynda flokksins 3. apríl 2007. Heimild fengin úr fréttum Sjónvarps.

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 11

Samanburður við Norður-Evrópu

Þegar að er gáð kemur í ljós að umræðan um innflytjendur sem gaus upp hér á landi

haustið 2006 gengur nokkurn veginn eftir sömu brautum og við þekkjum frá öðrum

Evrópuríkjum, umræðan á Íslandi er einungis heldur seinna á ferðinni en í

nágrannalöndunum. Upp úr seinni heimstyrjöld áttu hægriöfgaflokkar erfitt uppdráttar í

Evrópu, enda voru slíkir flokkar beintengdir við hörmungar þjóðernisstefnunnar í

Þýskalandi og á Ítalíu. Slíkum flokkum fór hins vegar að fjölga á áttunda áratugnum en

þá náðu sex slíkir flokkar mönnum kjörnum á þing í jafnmörgum Evrópuríkjum. Um

miðjan níunda áratuginn voru hægriöfgaflokkar með fulltrúa á þingi orðnir fimmtán

talsins í Evrópu. Þessar hreyfingar sem tóku sér stöðu gegn innflytjendum komu fram út

um alla Evrópu og fylgi þeirra jókst verulega.28

Í Frakklandi var það

þjóðarframvarðarsveitin Front National, „flæmska blokkin“ í Belgíu, sjálfstæðisflokkur

Bretlands og Frelsisflokkurinn í Austurríki svo að nokkur dæmi séu nefnd. Þá hafa

hægriþjóðernisflokkar einnig náð fótfestu á Norðurlöndunum. Framfaraflokkurinn hefur

um áratugaskeið haldið merki norskra þjóðernissinna á lofti og Danir, sem til skamms

tíma voru í fararbroddi evrópsks frjálslyndis, hafa nú horfið af þeirri braut. Fyrir fáeinum

árum þótti málflutningur danska þjóðarflokksins í málefnum innflytjenda með öllu

óásættanlegur og flokkurinn fékk tæpast inni í alvarlegri umræðu. Nú er svo komið að

Þjóðarflokkurinn telst ekki lengur til öfga í danskri þjóðmálaumræðu þótt

málflutningurinn hafi ekkert breyst. Danski þjóðarflokkurinn er nú virkur þátttakandi í

dönsku stjórnkerfi og ver til að mynda dönsku ríkisstjórnina falli á danska þjóðþinginu.

Þrátt fyrir hörmungar fasismans á þriðja og fjórða áratug liðinnar aldar hurfu

þjóðernishugmyndir Evrópubúa ekki við endalok síðari heimstyrjaldar. Eftir stríð

sárvantaði erlent vinnuafl til að byggja álfuna úr rústum eigin gereyðingarstyrjaldar en

svo virðist sem stjórnvöld í mörgum Evrópuríkjum hafi ekki áttað sig á að með því að

flytja inn vinnuafl fengu þau fólk. Og það með öllum þeim vandamálum sem slíkum

fyrirbærum fylgir. Vinnuafl er nefnilega ekki eins og hver önnur vara sem hægt er að nota

og fleygja svo á haugana þegar ekki er lengur brúk fyrir hana. Í opinberri umræðu var

talað um erlent vinnuafl sem farandverkamenn en þetta fólk var bara alls ekkert á förum.

28

Piero Ignazi, Extreme Right Parties in Western Europe, Oxford: Oxford Universtiy Press, 2006.

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 12

Því miður virtust stjórnvöld í Evrópu ekki átta sig á þessu og það varð til þess að

áreksturinn á milli innflytjenda og innfæddra varð miklu harðari en ella hefði þurft að

verða þegar hjaðna tók á atvinnumarkaði. Þá sat eftir fjöldi aðkomumanna sem keppti við

innfædda um vinnuna. Ennfremur hafði lítið verið gert til að laga innflytjendur að nýjum

siðum í nýjum heimkynnum. Og þar sem litið var á innflytjendur sem vinnuafl, en ekki

fólk af holdi og blóði, var lítið gert til að undirbúa þá sem fyrir voru undir þá staðreynd

að fjölmenningarlegt samfélag hafði þá þegar tekið við af hinu gamla evrópska

einmenningarþjóðfélagi. Víða urðu til svo gott sem hreinræktuð innflytjendagettó.

Innflytjendur fluttu í ódýrustu hverfin og þegar hlutfall þeirra hafði náð vissu marki flúðu

innfæddir úr hverfinu, það er að segja sá hluti sem hafði á því ráð. Þegar hefðbundin

borgarhverfi breyttust með þessum hætti í nær hreinræktuð innflytjendahverfi virtust

borgaryfirvöld víða missa áhugann á að halda þeim við. Þar með urðu til gettó.

Samgangur innflytjenda og innfæddra var af þessum sökum víða lítill. Skortur á aðlögun

sem birtist í hálfgildings aðskilnaðarstefnu milli menningarhópa leiddi svo af sér

gagnkvæma tortryggni, sem aftur leiddi til aukinna árekstra og átaka. Smám saman fóru

fasískar hugmyndir, sem kraumað hafa í huga margra Evrópubúa, að fljóta aftur upp á

yfirborð stjórnmálanna.29

Allt þar til Frjálslyndi flokkurinn tók upp allsvipaða stefnu og framangreindir

þjóðernisflokkar hafa gert víða í Evrópu höfðu þjóðernisöfgamenn ekki náð að festa

djúpar rætur í stjórnmálalífi á Íslandi í seinni tíð þótt áform um þjóðernisframboð hafi

stundum verið boðuð áður. Á áttunda og níunda áratugnum var hér til að mynda starfandi

félagsskapurinn Norrænn kynstofn sem barðist gegn því að Íslendingar myndu blandast

fólki af erlendum uppruna. Félag íslenskra þjóðernissinna, sem stofnað var á Suðurlandi

skömmu fyrir aldamótin, var svo næst í röðinni til að halda uppi merkjum

kynþáttahyggjunnar hér á landi. Félagið var aldrei fjölmennt og lognaðist út af eftir að

einn forsprakki þess var dæmdur fyrir niðrandi ummæli um fólk af afrískum uppruna sem

hann viðhafði í forsíðuviðtali við DV í febrúar 2001 undir heitinu „Hvíta Ísland“. Samtök

sem kölluðu sig Félag framfarasinna tók þá við málinu og hélt til skamms tíma úti álíka

29

Sjá nánar lýsingu í Robert O. Paxton, The Anatomy of Fascism, Penguin: New York, 2005, bls. 172–188.

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 13

málflutningi á Netinu.30

Haustið 2006 tók Frjálslyndi flokkurinn við keflinu. Munurinn er

hins vegar sá að Frjálslyndi flokkurinn starfar á þingi og er því mun öflugra stjórnmálaafl

en þessi litlu áhugamannafélög voru nokkru sinni. Af þeim sökum er engin leið fyrir

stjórnmálaflokkana í landinu að leiða málflutning flokksins hjá sér.

Sú þróun sem varð víða í Norður-Evrópu á síðari hluta liðinnar aldar, og lýst var hér að

framan, hefur ekki enn náð til Íslands af sama þunga og víða erlendis. Hér hafa ekki enn

orðið viðlíka átök milli innfæddra og innflytjenda og þar. Innflytjendur á Íslandi hafa

ekki reynst baggi á samfélaginu og fá vandamál hafa komið upp í samskiptum á milli

innfæddra Íslendinga og erlendra aðkomumanna. Í orðræðunni sem kom upp um málefni

innflytjenda haustið 2006 mátti eigi að síður greina ámóta andstöðu við innflytjendur og í

löndum þar sem árekstrar milli innflytjenda og innfæddra hafa orðið harðir. Í ljósi þess að

á Íslandi gildir einkar ströng innflytjendalöggjöf og í ljósi þess að Íslendingar hafa hingað

til hagnast á því erlenda verkafólki sem hingað hefur flutt hlýtur sú spurning að vakna

hvað það er í samfélagsgerðinni sem veldur óttanum við innflytjendur sem greina má í

orðræðunni? Til að leita svara við þeirri spurningu þarf að skoða hugmyndir Íslendinga

um hina íslensku þjóð.

Þjóðernið og þjóðarlíkaminn

Segja má að Íslendingar hafi að vissu leyti litið tengslin við útlönd nokkuð öðrum augum

en flestar nágrannaþjóðir okkar hafa gert. Við erum vissulega virkir þátttakendur í

alþjóðasamfélaginu en samt er eins og við þorum ekki enn almennilega að treysta á sjálfa

okkur í stórum heimi alþjóðamálanna. Við höfum til að mynda áfram þá tilhneigingu að

halda okkur heldur til hlés í alþjóðasamstarfi og láta aðra um að takast á við viðfangsefni

heimsbyggðarinnar, eins og vandamál heimsins komi okkur ekki við með eins beinum

hætti og fólki sem tilheyrir fjölmennari þjóðum, eins og við séum á einhvern hátt

undanþegin skarkala veraldarinnar, eins og hinn stóri heimur teygi ekki anga sína út í

eyjuna okkar sem liggur svo langt úti í hafi.31

En hvað er það sem veldur?

30

Vef Flokks framfarasinna, www.framfarir.net, hefur verið lokað en forsprakki flokksins, Hjörtur J.

Guðmundsson, heldur úti bloggsíðunni Hægrisveiflan. Vefslóð: http://sveiflan.blog.is/. 31

Sjá nánari umfjöllun um þessa sérstöðu í bók höfundar, Opið land – staða Íslands í evrópskri samvinnu.

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 14

Tengsl Íslands við umheiminn hafa að töluverðu leyti mótast af þeirri sýn og

stjórnmálahefð sem varð til í sjálfstæðisbaráttunni á nítjándu öld. Frjálslyndisstefnan, sem

náði útbreiðslu víða um Evrópu á átjándu og nítjándu öld og varð á endanum til þess að

ryðja einveldinu úr vegi, skapaði hugmyndina um þjóðríkið sem flest ríki Evrópu

byggjast á í dag. Hugmyndin um uppsprettu fullveldisins hertist svo í eldi frönsku

stjórnarbyltingarinnar á síðari hluta átjándu aldar. Í Evrópu köstuðu menn af sér höftum

konunga sinna og um leið varð frelsi og ábyrgð einstaklingsins meginstef

frjálslyndisstefnunnar. Hugmyndin um sjálfstjórn þjóða er í grunninn frjálslynd hugmynd

um sjálfstæði og frelsi. Þrátt fyrir að þjóðernishugmyndir Íslendinga og hugmyndir um

fullveldi landsins hafi komið fram í beinu framhaldi af þjóðernisstefnunni í Evrópu hefur

hugmyndin um hina íslensku þjóð samt að vissu leyti þróast með öðrum hætti en víðast

hvar í Evrópu. Til að mynda var það sérstakt við hugmyndina um íslenskt þjóðfrelsi að

hún mætti engri andstöðu innanlands, eftir að hún kom fram. Þjóðin varð svo gott sem að

náttúrlegri staðreynd í hugum Íslendinga og tilvist hennar stóð í raun fyrir utan pólitíska

umræðu. Síðan hefur frjáls og fullvalda íslensk þjóð orðið að órofa hluta af sjálfsmynd

þjóðarinnar. Þjóðernisstefnan á Íslandi varð einnig einarðari og sterkari en annars staðar

þekktist og byggðist á sögulegri sannfæringu sem réttlætti sjálfstæði íslensku

þjóðarinnar.32

Samkvæmt evrópsku frjálslyndisstefnunni var fullveldishugtakið tvíþætt. Annars

vegar var krafa um fullveldi þjóðarinnar sem heildar en á hinni hliðinni, sem var ekki

síður mikilvæg, var um leið krafa um fullveldi einstaklingsins. Hugmyndir á borð við

atvinnufrelsi og verslunarfrelsi manna innan ríkis og þvert á landamæri tóku við af

höftum fortíðar út um alla Evrópu. Í sjálfstæðisbaráttu Íslands varð óumdeilt að fullveldi

landsins væri endanlegt markmið og ekkert annað kom raunverulega til greina. Hins

vegar fylgdu ekki með sömu hugmyndastraumar um einstaklingsfrelsið. Hugmyndir um

atvinnu- og verslunarfrelsi náðu ekki rótfestu á Íslandi með sama hætti og annars staðar í

Evrópu.33

Rótgrónar efasemdir um atvinnufrelsi manna voru rígbundnar í vistabandi sem

32

Guðmundur Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið – uppruni og endimörk, Reykjavík: Hið íslenska

bókmennafélag og ReykjavíkurAkademían, 2000, bls. 36–39. 33

Guðmundur Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið, bls. 45–76.

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 15

túlkaði þá viðteknu skoðun að lausamennska og húsmennska gerðu einstaklingnum

aðeins illt.34

Jón Sigurðsson og fleiri hugmyndafræðingar íslenskrar þjóðernisstefnu í

Kaupmannahöfn boðuðu vitaskuld þjóðfrelsi en einnig einstaklingsfrelsi í takt við

evrópsku frjálslyndisstefnuna. Í Nýjum félagritum, strax árið 1843, hvatti Jón Sigurðsson

til þess að Íslendingar þæðu aukið verslunarfrelsi eins og Danir buðu. Jón hvatti til

verslunarfrelsis innanlands og við aðrar þjóðir.35

Í Nýjum félagsritum er einnig víða hvatt

til opinna tengsla við aðrar þjóðir, auk þess sem áhersla er lögð á menntun og vísindi.

Birgir Hermannsson, stjórnmálafræðingur, heldur því hins vegar fram að Íslendingar hafi

aðeins fylgt Jóni Sigurðssyni og félögum að málum út af þjóðernishyggju en alls ekki til

að koma á verslunarfrelsi á Íslandi eða öðrum þjóðfélagsháttum í anda frjálslyndis.36

Þessi skilningur á íslensku þjóðerni, sem nánast líkamlegri heild, hefur enn

mótandi áhrif í íslensku stjórnmálalífi og getur hugsanlega skýrt þær efasemdir sem

margir Íslendingar hafa gagnvart því að hleypa inn í landið fjölda fólks af allt öðrum

uppruna en flestir Íslendingar eru.

Átakaás opnunar og lokunar

Það er auðvitað einföldun að halda eftirfarandi fram en engu að síður má í gegnum sögu

landsins greina baráttu tveggja afla: opingáttarmanna annars vegar og innilokunarsinna

hins vegar, eins og þessir hópar hafa stundum verið uppnefndir. Um langa hríð hefur

staðið djúpstæð barátta milli þeirra sem vilja hafa erlend samskipti sem opnust og þeirra

sem vilja frekar einangra þjóðina uppi á landinu kalda. Mörg af heitustu deilumálum

þjóðarinnar hafa klofnað upp eftir þessum línum. Deilan um aðildina að

Atlantshafsbandalaginu klauf þjóðina í tvennt og var svo hörð að herstöðvarandstæðingar

og fylgjendur vestrænnar samvinnu flugust bókstaflega á á Austurvelli. EFTA-aðildin olli

einnig óhemju fjaðrafoki milli haftasinna og fylgjenda opinna vöruviðskipta. Það sama

var svo uppi á teningnum í EES-málinu, sem opnaði atvinnulífið upp á gátt, en

34

Sjá til að mynda: Ólafur Stefánsson, „Um jafnvægi bjargræðis-veganna á Íslandi”, Rit þesz Íslenska

Lærdóms-Lista Félags 7/1787, bls. 141–161. 35

Jón Sigurðsson, „Um Verzlun á Íslandi“, Ný félagsrit 3/1848, bls. 7. 36

Birgir Hermannsson, Understanding Nationalism – Studies in Icelandic Nationalism 1800–2000,

Stokkhólmi: Stockholm’s University, 2005, bls. 220–337.

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 16

samningurinn er þó hreint ekki gallalaus. Nú deila menn um Evrópusambandið eftir sömu

brautum. Þá snúast deilumál á borð við stöðu íslenskrar tungu, verslun með

landbúnaðarvörur, kaup útlendinga á jörðum og fjárfestingar í sjávarútvegi meira og

minna um þennan sama átakaás. Og sem fyrr stendur deilan á milli þeirra sem vilja mæta

heiminum opnum örmum og þeirra sem sjá í honum stöðuga ógn.37

Umræðan um innflytjendur á Íslandi gengur eftir nákvæmlega sömu braut, milli

þeirra sem sjá ógn í innflytjendum og þeirra sem telja þá auðga íslenskt þjóðfélag og

íslenska menningu. Þeir sem vilja takmarka straum innflytjenda til landsins beita gjarnan

orðræðu fullveldisbaráttunnar til að ala á ótta gagnvart útlendum innflytjendum. Ísland

hefur lengi verið eins konar táknmynd þjóðríkisins. Íslendingar búa á lítilli eyju langt úti í

hafi. Lengst af hefur hér búið nokkuð einsleit þjóð, fólk af sama uppruna sem deildi með

sér sögu, menningu og trú. Og allir töluðu sama tungumálið. Eins og að framan er nefnt

hefur í hugum Íslendinga orðið til einhvers konar heildrænn og nánast lífrænn

þjóðarlíkami sem mikilvægt er að vernda. Aukinn straumur innflytjenda til landsins ógnar

af þessum sökum hugmyndinni um hina hreinu einsleitu þjóð. Fjölgun innflytjenda hefur

þá í för með sér hættu á að þjóðarlíkaminn óhreinkist með einhverjum hætti og verði

jafnvel framandi sjúkdómum að bráð. Þá fara menn að tala um nauðsyn þess að skima

eftir berklum og öðrum sjúkdómum.

Þessi sérstaki skilningur á íslensku þjóðerni getur sem sé gert það að verkum að

sumir Íslendingar óttast straum innflytjenda, jafnvel þótt innflytjendalöggjöfin hér á landi

sé sú strangasta sem þekkist á Vesturlöndum og jafnvel þótt innflytjendur hafi flutt með

sér efnahagslegan ávinning inn í landið. Til að forðast álíka þjóðfélagsátök og hafa orðið

á milli innflytjenda og innfæddra í sumum nágrannaríkjunum er af þessum sökum

sérstaklega mikilvægt að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir jákvæðri samlögun innfæddra

og innflytjenda.

Upplifun útlendinga á Íslandi

Útlendingar sem dvelja á Íslandi hafa margir fundið fyrir andúð í sinn garð. Sumarið

2007 birti Morgunblaðið til að mynda áhugaverð viðtöl við nokkra skiptinema við

37

Sjá nánari umfjöllun um þessa togstreitu í bók höfundar, Opið land – staða Íslands í evrópskri samvinnu.

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 17

Háskóla Íslands. Skiptinemarnir voru allir frá Evrópu og komu aðeins til stuttrar dvalar á

Íslandi, eigi að síður fundu þeir fyrir andúð í sinn garð.

Katharina Lena Gross frá Þýskalandi sagði að líklega væri gengið of langt að tala

um útlendingahatur. „Útlendingaóvild er nær lagi,“ sagði hún. Katharina sagðist hafa hitt

margt gott fólk og að sér líði vel á Íslandi. „Það kom mér þó á óvart hversu algengt er að

Íslendingar komi illa fram við útlendinga,“ sagði hún og bætti við. „Í Þýskalandi er

nokkuð um útlendingahatur, en yfirleitt er það bundið við ákveðna hópa sem bera það

með sér, t.d. í klæðaburði. Hérna upplifði ég það að alls konar fólk, gamlar konur,

unglingar og allt þar á milli, hreytti í mig ónotum. Ég lenti ekki í neinu reglulega slæmu

en ég fann samt sterkt fyrir óvild.“ Katharina telur að verr sé komið fram við fólk frá

Austur-Evrópu og Asíu en fólk frá Vesturlöndum. „Þegar ég fer út með pólskum eða

rússneskum vinum mínum hefur fólk enn minni áhuga á að tala við mig en venjulega.“

Katharina segist finna fyrir miklu fálæti frá Íslendingum þegar þeir heyra að hún talar

með hreim. „Um leið og fólk heyrði að ég talaði með hreim hætti það að hlusta. Mér

fannst það mjög skrýtið.“ Hún bætir við að þetta sé enn verra fyrir þá sem bera það með

sér að vera ekki íslenskir. Hún tók dæmi af vini sínum sem er af indónesísku bergi

brotinn en talar lýtalausa íslensku. Hún segir: „Fólk ávarpar hann iðulega á ensku, og

heldur áfram að tala ensku þótt hann svari á íslensku. Það er eins og það heyri bara ekki

hvað hann segir.“ Í viðtalinu bar Katharina upplifun sína hér á landi saman við dvöl sína í

Noregi. Hún sagði reynslu sína af Norðmönnum mun betri en af Íslendingum. „Þegar ég

var í Noregi hlustaði fólk ef ég reyndi að tala norsku. Það firrtist enginn við þegar ég

talaði ensku, og almennt var fólk vingjarnlegra. Ég eignaðist fljótt norska vini og

kunningja. Hér hef ég eignast nokkra kunningja, en það tók langan tíma. Íslendingar eru

ekki aðgengilegir,“ fullyrðir hún. „Þetta er sorglegt af því að þið eruð að missa af svo

miklu,“ segir hún að lokum og hlær. „Hingað kemur fullt af skemmtilegu fólki frá öllum

heimshornum. Þetta er spennandi fólk með alls konar reynslu og þekkingu. Íslendingar

ættu ekki að láta tækifærið til kynnast því ganga sér úr greipum.“

Í viðmælendahópi Morgunblaðsins var þó einnig að finna skiptinema sem gekk

vel að tengjast íslensku samfélagi. Alexandra Haeringová Karpenkova sagðist hafa

eignast marga vini á Íslandi. „Það er kannski ekkert voðalega auðvelt að kynnast fólki, en

þegar maður gerir það verður það alvöruvinir manns,“ útskýrir hún og bætir við: „Ég hef

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 18

örugglega líka verið heppin í þessu tilliti. Flestir skiptinemar sem ég þekki hafa ekki

kynnst neinum Íslendingum. Þeir eru alltaf að biðja mig um að kynna sig fyrir vinum

mínum.“

Ella Kolliokoski frá Finnlandi er í hópi þeirra skiptinemanna sem sögðust eiga

erfitt með að kynnast Íslendingum. „Ég hef eiginlega bara kynnst öðrum skiptinemum,“

sagði hún í viðtalinu við Morgunblaðið.

Carl Mikael A. Teglund frá Svíþjóð lýsti áhyggjum af hugsanlegu samstuði milli

innflytjenda og Íslendinga. „Ég velti því samt mest fyrir mér hvað gerist þegar fleiri

útlendingar fara að koma hingað. Ef þið farið ekki að búa ykkur undir það og ákveða

hvernig þið ætlið að bregðast við, þá verður þetta helsta vandamál Íslendinga á næstu

árum. Það er ekki seinna vænna að huga að þessu. Þið getið líka lært af mistökum

annarra, t.d. okkar í Svíþjóð. M.a. er mikilvægt að koma í veg fyrir að hér myndist gettó

og að útlendingar sem hingað koma einangrist. Þess vegna á að leggja mikla áherslu á

tungumálakennslu og fræðslu um menningu og lýðræðishefð landsins.“38

Í lýsingum þessara ungmenna á upplifun sinni af Íslendingum birtist mynd af þjóð sem á í

erfiðleikum með að meðtaka útlendinga í landi sínu. Ungmennin eru sammála um að

afstaða Íslendinga til aðkomumanna einkennist ýmist af fálæti eða jafnvel hreinlega af

fjandskap. Ef vitnisburður ungmennanna í Morgunblaðinu er marks um þær móttökur

sem útlendingar fá almennt á Íslandi er ljóst að slíkar móttökur eru líklegar til að valda

togstreitu milli innfæddra og aðfluttra á Íslandi. Svo virðist sem einhvers konar ótti við

fólk af framandi uppruna komi í veg fyrir að íslenskt þjóðfélag fái notið þess mikla auðs

sem býr í fjölbreyttri reynslu og fjölbreyttum bakgrunni þeirra útlendinga sem kosið hafa

að setjast að á Íslandi.

Fljótum við sofandi að feigðarósi?

38

Tilvitnarnanir eru allar fengnar úr viðtalsgrein í Morgunblaðinu: „Ólík upplifun útlendinga“,

Morgunblaðið 29. júlí 2007.

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 19

Vorið 2006 gerði ég stutta könnun á stefnu íslenskra stjórnvalda og stjórnmálaflokka í

málefnum innflytjenda.39

Í sem fæstum orðum kom í ljós að stefnuna hreinlega skorti.

Hvorki stjórnvöld né nokkur stjórnmálaflokkanna höfðu mótað nokkra markvissa stefnu í

málefnum innflytjenda. Í ársbyrjun 2007 kynnti félagsmálaráðherra svo fyrstu stefnu

ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda, sem nýstofnað innflytjendaráð vann, að beiðni

ráðherrans.40

Þrátt fyrir að plaggið hafi verið kynnt sem heildræn stefna um aðlögun

innflytjenda þá tók það á afar takmörkuðum þáttum með nokkrum áþreifanlegum hætti.

Raunar tók það aðeins á mikilvægi íslenskukennslu. Þess utan hefur ekki enn verið mótuð

heildstæð stefna um hvernig eigi að aðlaga innflytjendur að íslensku þjóðfélagi. Enn

hefur þó fátt verið gert til að undirbúa þjóðfélagið undir sambúð við fólk frá ólíkum

menningarsvæðum. Sú hætta blasir því við að nákvæmlega sömu menningarátök og urðu

víða í Evrópu fyrir nokkrum áratugum, og lýst var hér að framan, séu í uppsiglingu hér á

landi.

Eins og að framan er lýst voru einhver afdrifaríkustu mistök sem gerð hafa verið í

málefnum innflytjenda í nágrannalöndunum að sporna ekki gegn samþjöppun

innflytjenda í ódýrustu hverfin, sem smám saman breyttust í nánast hreinræktuð

innflytjendagettó. Við sjáum vísi að þessari sömu þróun þegar eiga sér stað hér á landi, til

að mynda sums staðar í miðbæ Reykjavíkur og í Breiðholti, sérstaklega í Fellahverfi í

Breiðholti. Þessu til vitnis má sem dæmi nefna að í Fellahverfi eru til leikskólar þar sem

meirihluti barna hefur annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Ástæðan fyrir þessari

búsetuþróun er fyrst og fremst fjárhagsleg og skýrist af því að innflytjendur vinna gjarnan

láglaunastörf, frekar en að innflytjendur kjósi að búa í nálægð hver við annan.41

Slík

hverfi eiga það til að breytast í púðurtunnu og springa þegar minnst varir.

Við vinnslu þessarar greinar fann ég hvergi neina heildstæða áætlun á vegum hins

opinbera sem ætlað er að vinna gegn þessari óheillaþróun. Til að tryggja dreifðari byggð

innflytjenda þurfa bæði ríki og sveitarfélög að vinna saman. Hér á landi fá ýmsir hópar

margvíslega fyrirgreiðslu frá hinu opinbera, svo sem aldraðir, öryrkjar, einstæðar mæður

og margir fleiri. Hægðarleikur er að veita innflytjendum hóflega ívilnun kjósi þeir sér

39

Samanber erindi mitt „Fljótum við sofandi að feigðarósi?“ flutt í ráðstefnuröð

ReykjavíkurAkademíunnar, Varavinnuafl eða vannýtt auðlind, 8. apríl 2006. 40

Stefna ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda, félagsmálaráðuneytið, janúar 2007. 41

Sjá til að mynda: Jórunn Íris Sindradóttir, Búsetumynstur og húsnæðissögur innflytjenda á

höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, 1997. B.A.-ritgerð við landfræðiskor Háskóla Íslands.

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 20

búsetu utan hverfa sem skilgreind eru þannig að þar séu of margir innflytjendur fyrir.

Virk samlögun gengur nefnilega ekki í hverfum þar sem aðeins búa innflytjendur. Og þá

er stutt í að allt fari í bál og brand. Þá má til að mynda haga greiðslum til hins borgaralega

samfélags þannig að hagsmunahópar og félagasamtök hafi beinan hag af því að fá

innflytjendur með í starfið. Hér gegna íþróttafélögin lykilhlutverki við að samþætta börn

innflytjenda inn í samfélagið í hverfinu þar sem þau búa.

Virk samlögun er svarið

Rannsóknir sýna að ómögulegt er að hefta straum innflytjenda með því einu að herða

aðstreymisreglur.42

Finnar nýttu sér frest til að opna hinum nýju aðildaríkjum ESB

vinnumarkað sinn til fram til 1. maí 2006 eins og Íslendingar. Vinnumarkaðurinn í

Svíþjóð var hins vegar galopnaður strax 1. maí 2004. Eigi að síður var fjölgun

innflytjenda frá hinum nýju aðildarríkjum ESB meiri í Finnlandi en í Svíþjóð. Með

öðrum orðum þá er það eftirspurnin í efnahagslífinu sem skýrir flæði verkafólks, ekki þau

höft sem sett eru.

Margt af því erlenda verkafólki sem nú er á Íslandi mun fara aftur úr landi þegar á

helstu framkvæmdum hægir og dregur úr þenslunni. Sumir munu þó kjósa að vera hér

áfram. Miklu skiptir að vel sé staðið að því að aðlaga þá sem hér ætla að búa að íslensku

samfélagi og ekki síður að samlaga íslenskt samfélag að sambúð við fólk af erlendum

uppruna. Eins og hér hefur verið nefnt hafa víða í Evrópu orðið óhemju hörð

menningarátök milli aðfluttra og innfæddra en annars staðar hefur sambúðin gengið betur

og orðið til að bæta lífsgæði –bæði fyrir innfædda og aðflutta. Því skiptir höfuðmáli fyrir

okkur að læra af nágrannaríkjunum, forðast mistökin og tileinka okkur það sem vel hefur

verið gert. Reynslan sýnir að í löndum þar sem samfélagið hefur brugðist hart við straumi

innflytjenda hafa átökin orðið mun meiri heldur en í löndum sem hafa mótað virka

samlögunarstefnu og búa við frjálslynda innflytjendalöggjöf. Í þessu ljósi er áhugavert að

taka dæmi af ástandinu í Danmörku annars vegar og í Svíþjóð hins vegar.

42

Sjá: Jimmy Donaghey og Paul Teague, „The free movement of workers and social Europe: Maintaining

the European ideal“, Industrial Relations Journal 37,6/2006.

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 21

Í Danmörku hefur um langt árabil gætt tvískinnungs í málefnum innflytjenda.

Danir hafa að undanförnu tekið upp harðari afstöðu gagnvart innflytjendum og hert

verulega á aðstreymisreglum og þrengt að réttindum innflytjenda í Danmörku. Í stað þess

að aðlaga innflytjendur að dönsku samfélagi og meta þá að verðleikum, hefur þeirrar

tilhneigingar gætt í dönsku samfélagi að gera innflytjendur hornreka og í raun meina

þeim að taka þátt í dönsku samfélagi. Til hafa orðið sérstök innflytjendahverfi þar sem

íbúarnir hafa litla möguleika á samþættingu við danskt samfélag. Innflytjendur eiga líka

erfitt uppdráttar á flestum sviðum í dönsku samfélagi. Til að mynda er miklum mun

erfiðara fyrir þá en aðra að fá vinnu. Þetta hafa fjölmargir atvinnurekendur í Danmörku

viðurkennt. Innflytjendur sitja í nánast alla staði skör lægra en hinir norrænu Danir.

Kannski er því ekki nema von að árekstur menningarhópa þar í landi hafi orðið harðari en

víðast annars staðar, eins og viðamikil rannsókn British Council sýnir. Í rannsókninni

kom í ljós að í Evrópu er einna verst fyrir innflytjendur að búa í Danmörku. Af 28

Evrópuríkjum er Danmörk í 21. sæti þegar kemur að því að aðlaga innflytjendur að

samfélaginu. Meðal þess sem kemur fram í rannsókninni er að innflytjendalöggjöfin í

Danmörku er sérlega fjandsamleg og að innflytjendur eiga einkar erfitt með að komast

inn á danska vinnumarkaðinn. Þá eru atburðir og árekstrar sem tengjast fordómum í garð

innflytjenda tíðir í Danmörku. Þetta og fleira kemur í veg fyrir að innflytjendur geti

aðlagast dönsku samfélagi.43

Rannsóknin sýndi hins vegar að hinum megin við Eyrarsundið hefur þróunin

verið með öðrum hætti. Svíþjóð lenti í efsta sæti rannsóknarinnar en samkvæmt henni

hefur samlögun innflytjenda og innfæddra gengið best þar.44

Vissulega hefur stundum

slegið í brýnu á milli innflytjenda og innfæddra Svía en öfugt við ástandið í Danmörku

hafa ekki orðið þessi sömu kerfislægu þjóðfélagsátök í Svíþjóð vegna innflytjenda og í

Danmörku. Til að mynda hafa hægriöfgaflokkar í Svíþjóð ekki náð viðlíka hylli og í

nágrannaríkjunum, Danmörku og Noregi. Samt er fjöldi og samsetning innflytjenda álíka

í öllum þessum ríkjum. Munurinn er aðeins sá að stjórnvöld í Svíþjóð hafa haldið úti

virkri og umfangsmikilli samlögunarstefnu milli innfæddra og innflytjenda. Innflytjendur

eru með markvissum hætti virkjaðir inn í sænskt samfélag á öllum sviðum, svo sem í

43

„Migrant Integration Policy Index“, British Council 2007. Vefslóð:

http://www.integrationindex.eu/topics/2638.html. (Skoðað 5. desember 2007.) 44

Sama heimild.

Íslenskt þjóðerni og óttinn við innflytjendur Eiríkur Bergmann Einarsson

Ritið, haust 2007 22

skólum, íþróttafélögum, félagasamtökum og gegnum allt hið borgaralega samfélag og hið

opinbera hefur markvisst ráðið fólk úr röðum innflytjenda í áberandi störf í samfélaginu,

svo sem í opinber afgreiðslustörf, löggæslu og fjölmiðlastörf. Í Danmörku hafa

innflytjendur hins vegar verið útilokaðir frá samfélagslegri þátttöku. Dæmi um þessa

ólíku nálgun sést glögglega þegar flakkað er á milli norrænu sjónvarpsstöðvanna, þá er

algengt að sjá fólk með annan hörundslit en þann fölbleika á skjám sænsku stöðvanna en

það er viðburður að sjá hörundsdökkan þul í danska og norska sjónvarpinu – hvað þá í

íslenska Ríkissjónvarpinu. Mikilvægt er að auka sýnileika fólks í þjóðfélaginu sem

augljóslega er af erlendum uppruna. Hér gegnir ríkisvaldið lykilhlutverki. Hið opinbera

getur hæglega ráðið fullhæfa innflytjendur í áberandi störf án þess að ganga á réttindi

annarra, til að mynda í ýmiss konar afgreiðslustörf hjá hinu opinbera, löggæslu, tollgæslu,

kennslu og þess háttar.

Samantekt

Eins og sýnt hefur verið fram á hér að framan hafa íslensk stjórnvöld því miður ekki enn

mótað heildstæða samlögunarstefnu í málefnum innflytjenda. Margt bendir til að á Íslandi

eigi sér stað þróun í átt til svipaðra átaka og við höfum séð verða á milli innfæddra og

innflytjenda í mörgum Evrópuríkjum. Orðræða Frjálslynda flokksins í aðdraganda

þingkosninganna 2006 fellur til að mynda að orðræðu þeirra stjórnmálaafla sem hafa

tekið sér stöðu gegn innflytjendum í fjölmörgum Evrópulöndum en þar sem þessi þróun

er seinna á ferðinni á Íslandi en á meginlandi Evrópu er enn tími til að bregðast við ef

vilji er fyrir hendi. Hér hefur til að mynda verið bent á ýmsa þætti sem virk

samlögunarstefna þarf að fela í sér, svo sem að tryggja dreifða búsetu innflytjenda og

auka sýnileika innflytjenda í samfélaginu. Mikilvægt er að læra af reynslu annarra ríkja.

Sú virka samlögunarstefna sem rekin hefur verið í málefnum innflytjenda í Svíþjóð hefur

til að mynda reynst mun betur heldur en sú harða stefna sem dönsk stjórnvöld hafa tekið

upp í innflytjendamálum. Af þessu geta íslensk stjórnvöld dregið mikilvægan lærdóm.