Ævintýri þýdd og sögð. Ævintýraþýðingar Steingríms Thorsteinssonar í Lbs 1736 4to.

17
Rósa Þorsteinsdóttir ÆVINTÝ RI, ÞÝ DD OG SÖGÐ Ævintýraþýðingar Steingríms Thorsteinssonar í Lbs 1736 4to þEGAR HÖFUNDUR þessarar greinar vann að rannsókn á sagnafólki og ævintýrum sem það sagði 1 kom í ljós að margir sagnamenn í þðfræðisafni Árnastofnunar sögðu ævintýri sem greinilega voru þýdd en höfðu síðan borist út í munnlega geymd. Aðstoð við leitina að þessum þýðingum barst meðal annars frá Sigurgeiri Steingrímssyni sem benti á handrit Steingríms Thorsteinssonar (18311913) með ævintýraþýðingum, Lbs 1736 4to. Hann sagðist að vísu aldrei hafa skoðað handritið í heild vandlega, en í því er að finna þýðingu á einni sögu úr sögusafninu 1001 dagur, og á henni hafði Sigurgeir mestan áhuga. 2 Þegar kom að því að velja efni í afmælisgrein handa Sigurgeiri þótti vel við hæfi að segja nánar frá handriti Steingríms og ævintýrunum sem þar er að finna. Að lokum verður síðan rannsakað hvort ævintýraþýðingar Steingríms hafi haft áhrif á munnlega sagnahefð. Lbs 1736 4to er í handritaskrá Landsbókasafns Íslands sagt vera 240 blöð, skrifuð með einni hönd ca. 18801900, og innihalda þýðingar Steingríms á ýmsum smásögum og ævintýrum. 3 Handritið er óinnbundið og saman- stendur af mörgum heftum, tvíblöðungum og lausum blöðum, sem við talningu reyndust samtals vera 234 blöð, misjöfn að stærð. Hér á eftir fer listi yfir innihald handritsins, með upplýsingum um uppruna sagnanna eftir því sem unnt er, en einnig er tilgreint hvar þýðingin birtist fyrst á prenti. 1 Rósa Þorsteinsdóttir, Sagan upp á hvern mann. Átta íslenskir sagnamenn og ævintýrin þeirra (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2011). 2 Sigurgeir Steingrímsson, „Tusen och en dag. En sagosamlings vandring från Orienten till Island,“ Scripta Islandica 31 (1980): 63. 3 Páll Eggert Ólason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins I. bindi, (Reykjavík: Lands- bókasafn Íslands, 1918): 586.

Transcript of Ævintýri þýdd og sögð. Ævintýraþýðingar Steingríms Thorsteinssonar í Lbs 1736 4to.

223

Rósa Þorsteinsdóttir

ÆVINTÝRI, ÞÝDD OG SÖGÐ

Ævintýraþýðingar Steingríms Thorsteinssonarí Lbs 1736 4to

þEGAR HÖFUNDUR þessarar greinar vann að rannsókn á sagnafólki og ævintýrum sem það sagði1 kom í ljós að margir sagnamenn í þjóðfræðisafni Árnastofnunar sögðu ævintýri sem greinilega voru þýdd en höfðu síðan borist út í munnlega geymd. Aðstoð við leitina að þessum þýðingum barst meðal annars frá Sigurgeiri Steingrímssyni sem benti á handrit Steingríms Thorsteinssonar (1831–1913) með ævintýraþýðingum, Lbs 1736 4to. Hann sagðist að vísu aldrei hafa skoðað handritið í heild vandlega, en í því er að finna þýðingu á einni sögu úr sögusafninu 1001 dagur, og á henni hafði Sigurgeir mestan áhuga.2 Þegar kom að því að velja efni í afmælisgrein handa Sigurgeiri þótti vel við hæfi að segja nánar frá handriti Steingríms og ævintýrunum sem þar er að finna. Að lokum verður síðan rannsakað hvort ævintýraþýðingar Steingríms hafi haft áhrif á munnlega sagnahefð.

Lbs 1736 4to er í handritaskrá Landsbókasafns Íslands sagt vera 240 blöð, skrifuð með einni hönd ca. 1880–1900, og innihalda þýðingar Steingríms á ýmsum smásögum og ævintýrum.3 Handritið er óinnbundið og saman-stendur af mörgum heftum, tvíblöðungum og lausum blöðum, sem við talningu reyndust samtals vera 234 blöð, misjöfn að stærð. Hér á eftir fer listi yfir innihald handritsins, með upplýsingum um uppruna sagnanna eftir því sem unnt er, en einnig er tilgreint hvar þýðingin birtist fyrst á prenti.

1 Rósa Þorsteinsdóttir, Sagan upp á hvern mann. Átta íslenskir sagnamenn og ævintýrin þeirra (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2011).

2 Sigurgeir Steingrímsson, „Tusen och en dag. En sagosamlings vandring från Orienten till Island,“ Scripta Islandica 31 (1980): 63.

3 Páll Eggert Ólason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins I. bindi, (Reykjavík: Lands-bókasafn Íslands, 1918): 586.

HANDRITASY RPA224

bl. 1r–4v: „Erkisdjákninn í Badajoz (spánverskt ævint.)“ Þýtt úr þýsku úr Das Buch der schönsten Märchen aller Völker.4 Fyrst pr. í Rökkur 8 (1931): 112–118 undir titlinum Erkidjákninn í Badajoz.5

bl. 5r–10v: „Sagan af prinsinum Kalaf og keisardótturinni kínversku“ [leið-rétt í hdr. úr „Sagan af Kalaf kóngssyni og keisardótturinni kínversku“]. Úr 1001 degi en þýtt úr þýsku úr Das Buch der schönsten Märchen aller Völker.6 1. útg.: Sagan af prinsinum Kalaf og keisaradótturinni kínversku, (Reykjavík: Rökkur, 1933).

bl. 11r–34v: „Ísjómfrúin.“ Saga e. H.C. Andersen. 1. útg.: Alpaskyttan, (Reykjavík: Bókaútgáfa Axels Thorsteinsson, 1929).

bl. 34v–35v: „Fiðrildið.“ Saga e. H.C. Andersen. Fyrst pr. í Vísir (26.08.1934): 3–4.(bl. 36 autt)

bl. 37r–56v: „Dóttir eðjukóngsins.“ Saga e. H.C. Andersen. 1. útg.: Dóttur eðjukongsins, (Reykjavík: Rökkur, 1935).

bl. 57r–63v: „Vinasáttmálinn.“ Saga e. H.C. Andersen. Fyrst pr. í Rökkur 6 (1929): 17-34.(bl. 64 autt)

bl. 65r–66v: „Latland.“ Úr sagnasafni Ludwig Bechstein: Deutsches Märchenbuch.7 Fyrst pr. í Sunnudagsblaðið 3/21 (1926/1927): 3–4.

bl. 67r–68r: „Dauði og líf.“ Fyrst pr. í Sunnudagsblaðið 3/20 (1926/1927): 1–2.

4 Rudolph Müldener, Das Buch der schönsten Märchen aller Völker: ein Märchenstrauß zu Nutz und Vergnügen der Jugend (Halle: Schwetschke, 1887): 8. Regina Jucknies hjálpaði mér að finna þýsk ævintýrasöfn sem ekki fundust í íslenskum bókasöfnum og færi ég henni bestu þakkir fyrir.

5 Sagan birtist fyrst í Ný sumargjöf 1862 en textinn þar er ekki samhljóða þýðingunni í hand-ritinu heldur er þar þýtt úr dönsku eftir sagnasafni Christian Molbechs annað hvort frá 1843 eða 1854, sjá „Erkidjákninn í Badajoz. Spánskt æfintýri,“ Ný sumargjöf 4 (1862): 25–33 og Christian Molbech, Udvalgte eventyr eller folkedigtninger: en bog for Ungdommen, Folket og Skolen (København: Forlaget af C.A. Reizels Bo og Arvinger, 1854): II 155–163.

6 Müldener, Das Buch der schönsten Märchen aller Völker, 327.7 1. útg. með myndum kom út 1853, 2. útg. 1857, sjá Ludwig Bechstein, Sämtliche Mär-

chen (Darmstadt: Wissenschaftliche Buchgesellschaft, 1980), 779; sagan er á 226–230, athugasemdir: 811–812.

225

bl. 69r-v: „Stolni tvíeyringurinn“ [leiðr. í hdr. úr Stolni skildingurinn]. Grimmsævintýri nr. 154. Fyrst pr. í Sunnudagsblaðið 3/20 (1926/1927): 2.

bl. 70r-v: „Betrunin (þýskt ævintýri).“ Fyrst pr. í Sunnudagsblaðið 3/20 (1926/1927): 3.

bl. 71r–73r: „Bláskeggur (frakkneskt æfintýri).“ Líklega þýtt úr þýsku úr Das Buch der schönsten Märchen aller Völker.8 Fyrst pr. í Sunnudagsblaðið 3/17 (1926/1927): 2–3.

bl. 74r–77r: „Maðurinn frá Hringaríki og kerlingarnar þrjár (norskt ævintýri).“ Líklega þýtt úr dönsku úr sagnasafni Molbechs.9 Fyrst pr. í Sunnudagsblaðið 3/18 (1926/1927): 4–5.

bl. 78r–80v: „Á efsta degi.“ Saga e. H.C. Andersen. Fyrst pr. í Sunnu-dagsblaðið 3/16 (1926/1927): 2.

bl. 80v–81r: „Bókhveitið.“ Saga e. H.C. Andersen. Fyrst pr. í Sunnu-dagsblaðið 3/17 (1926/1927): 4.

bl. 82r-v: „Stjörnudalirnir.“ Grimmsævintýri nr. 153. Fyrst pr. í Sunnu-dagsblaðið 3/16 (1926/1927): 2.

bl. 83r-v: „Tepotturinn.“ Saga e. H.C. Andersen. Fyrst pr. í Sunnudagsblaðið 3/21 (1926/1927): 1–2.(bl. 84 autt)

bl. 85r–90v: „Glensbróðir og Sankti Pétur.“ Grimmsævintýri nr. 81, líklega þýtt úr Der Kinder Wundergarten: Märchen aus aller welt.10 Fyrst pr. í Rökkur 9 (1932): 143–152.

bl. 91r-v: „Þverlynda skassið“ [leiðrétt í hdr. úr „Þverlynda konan“]. Fyrst pr. í Sunnudagsblaðið 3/28 (1926/1927): 1–2.

bl. 92r–93v: „Þyrnirósa.“ Grimmsævintýri nr. 50. Fyrst pr. í Ný sumargjöf 5 (1865): 36–39.

bl. 94r–97r: „Maríubarnið.“ Grimmsævintýri nr. 3.11 Fyrst pr. í Rökkur 5 (1927): 2–8. 8 Müldener, Das Buch der schönsten Märchen aller Völker, 20. 9 Molbech, Udvalgte eventyr eller folkedigtninger, I 32–38.10 Der Kinder Wundergarten: Märchen aus aller welt kom fyrst út 1874 en 9. útg. var prentuð

1897. Í útgáfu frá 1877 hefst sagan á bls. 77.11 Í handritinu er vísað í „Märchenquell. 151“ en ekki hefur tekist að hafa upp á ritinu.

ÆVINTÝRI, ÞÝDD OG SÖ GÐ

HANDRITASY RPA226

bl. 98r–99v: „Borgarsöngvararnir í Brimum“ [leiðr. í hdr. úr „Borgar-musikantarnir í Brimum“]. Grimmsævintýri nr. 27 , líklega þýtt úr Der Kinder Wundergarten: Märchen aus aller welt. Fyrst pr. í Sunnudagsblaðið 3/27 (1926/1927): 1–2.

bl. 100r–104v: „Meistaraþjófurinn.“ Grimmsævintýri nr. 192. Þýtt úr Das Buch der schönsten Märchen aller Völker.12 Fyrst pr. í Rökkur 7 (1930): 82–89.

bl. 105r–106v: „Um það að hitta upp á!“ Saga e. H.C. Andersen. Fyrst pr. í Rökkur 11 (1934): 161–164.

bl. 107r–109r: „Fjandinn er laus eða Kölski finnur upp brennivínið.“ Úr sagnasafni Ludwig Bechstein: Deutsches Märchenbuch.13 Fyrst pr. í Rökkur 7 (1930): 135–139.

bl. 110r–111r: „Blað frá himnum ofan.“ Saga e. H.C. Andersen. Fyrst pr. í Sunnudagsblaðið 3/23 (1926/1927): 1–2.(bl. 112–113 autt)

bl. 114r–115r: „Forvitna konan.“ Frönsk saga en líklega þýdd úr dönsku úr sagnasafni Molbechs.14 Fyrst pr. í Ævintýrabókin. Þýðingar í óbundnu máli eftir Stgr. Thorsteinsson. (Reykjavík: Axel Thorsteinson, 1927): 154–158.

bl. 116r–117v: „Fimm úr sama belgnum.“ Saga e. H.C. Andersen. Fyrst pr. í Rökkur 11 (1934): 145–148.

bl. 118r–119v: „Litla stúlkan með brennisteinsspíturnar.“ Saga e. H.C. Andersen.

bl. 120r–124v: „Þyrnirósa.“ Grimmsævintýri nr. 50.

bl. 125r–153v (146–148 autt): „Saga frá Sandhólabygðinni.“ [Upphaf sög unnar er tvítekið í hdr.]. Saga e. H.C. Andersen. 1. útg.: Saga frá Sandhólabygðinni. (Reykjavík: Bókaútgáfa Axels Thorsteinsson, 1929).

bl. 154r–155v: „Rauðhetta litla.“ Grimmsævintýri nr. 26, líklega þýtt úr Der Kinder Wundergarten: Märchen aus aller welt. Fyrst pr. í Sunnudagsblaðið 3/22 (1926/1927): 1.

12 Müldener, Das Buch der schönsten Märchen aller Völker, 127.13 Bechstein, Sämtliche Märchen, sagan: 50–55, athugasemdir: 785.14 Molbech, Udvalgte eventyr eller folkedigtninger, I 19–21.

227

bl. 156r–158v: „Fiskimaðurinn og konan hans.“ Grimmsævintýri nr. 19. Fyrst pr. í Ný sumargjöf 5 (1865): 40–46.

bl. 159r–160r: „Doktor Alvís.“ Grimmsævintýri nr. 98. Fyrst pr. í Sunnudagsblaðið 3/21 (1926/1927): 2–3.

bl. 161r–167r: „Fyrir austan sól og vestan mána.“ Norskt ævintýri úr safni Asbjørnsen og Moe. Fyrst pr. í Sunnudagsblaðið 3/24 (1926/1927): 1–4.(bl. 168 autt)

bl. 191r–172r: „Litli Hans og litla Manga.“ Grimmsævintýri nr. 15, líklega þýtt úr sagnasafni Ludwig Bechstein: Deutsches Märchenbuch. Fyrst pr. í Rökkur 5 (1927): 81–89.

bl. 173r–175v: „Þumalingur litli.“ Úr sagnasafni Ludwig Bechstein: Deutsches Märchenbuch.15 Fyrst pr. í Rökkur 5 (1927): 69–75.(bl. 176 autt)

bl. 177r–178v: „Dauðinn veitir guðsifjar.“ Grimmsævintýri nr. 44, líklega þýtt úr dönsku úr sagnasafni Molbechs.16 Fyrst pr. í Rökkur 5 (1927): 33–37.

bl. 179r–181v: „Ríki maðurinn og fátæki maðurinn.“ Grimmsævintýri nr. 87, líklega þýtt úr Der Kinder Wundergarten: Märchen aus aller welt. Fyrst pr. í Sunnudagsblaðið 3/25 (1926/1927): 1–2.(bl. 182 autt)

bl. 183r–186v: „Litli bróðir og litla systir.“ Grimmsævintýri nr. 11, líklega þýtt úr dönsku úr: Brødrene Grimm: Udvalgte eventyr paa dansk ved Ingvor Bondesen, (København: Børnenes Bogsamling, 1897): 53–64. Fyrst pr. í Rökkur 8 (1931): 56–62.

bl. 187r–190r: „Stúlkan handalausa.“ Grimmsævintýri nr. 31, líklega þýtt úr dönsku úr sagnasafni Molbechs.17 Fyrst pr. í Vísir (24.12.1928): 1–2.

bl. 191r–193v: „Bardiello (ítölsk þjóðsaga).“ Þýtt úr þýsku úr Das Buch der schönsten Märchen aller Völker.18 Fyrst pr. í Rökkur 11 (1934): 49–53.

15 Bechstein, Sämtliche Märchen, sagan: 158–163, athugasemdir: 802–803.16 Molbech, Udvalgte eventyr eller folkedigtninger, II 152–155.17 Sama rit, I 281–288.18 Müldener, Das Buch der schönsten Märchen aller Völker, 216.

ÆVINTÝRI, ÞÝDD OG SÖ GÐ

HANDRITASY RPA228

bl. 194r–195r: „Að árþúsundum liðnum.“ Saga e. H.C. Andersen. Fyrst pr. í Sunnudagsblaðið 3/19 (1926/1927): 1.

bl. 196r–199v: „Mánuðirnir tólf.“ Ævintýri frá Slóvakíu þýtt úr þýsku úr Das Buch der schönsten Märchen aller Völker.19 Fyrst pr. í Rökkur 7 (1930): 23–30.

bl. 200r–206v: „Sagan af Trölla-Elínu.“ Ungverskt ævintýri, þýtt úr dönsku úr sagnasafni Molbechs.20 Fyrst pr. í Rökkur 9 (1932): 33–42.(bl. 207 autt)

bl. 208r–210v: „Sagan af Þrastarskeggja konungi.“ Líklega þýtt úr Der Kinder Wundergarten: Märchen aus aller welt. Fyrst pr. í Rökkur 5 (1927): 17–23.(bl. 211 autt)

bl. 212r–216v: „Ævintýr af einum, sem fór út í heiminn til að læra að hræð-ast“ [óheilt]. Grimmsævintýri nr. 4.(bl. 217 autt)

bl. 218r–220v: „Hún var ekki dugs“ [leiðr. í hdr. úr Hún dugði ekki til nokkurs hlutar]. Saga e. H.C. Andersen. Fyrst pr. í Rökkur 6 (1929): 3–16.(bl. 221 autt)

bl. 222r–226v: „Skrýmslis sagan (frakkneskt).“ Líklega þýtt úr þýsku úr Das Buch der schönsten Märchen aller Völker.21 Fyrst pr. í Rökkur 7 (1930): 121–130.

bl. 227r–228v: [Skrítlur:] „Týnt eða fundið.“ „Forsjálni í draumum.“ „Slæmur vinningur.“ [Án titils].

bl. 229r-v: „Dómarinn og djöfullinn“ [óheilt]. Úr sagnasafni Ludwig Bechstein: Deutsches Märchenbuch.22(bl. 230 autt)

bl. 231r–233v: „Tryggvi Páll“ [óheilt](bl. 234 autt)

19 Sama rit, 176.20 Molbech, Udvalgte eventyr eller folkedigtninger, II 200–212.21 Müldener, Das Buch der schönsten Märchen aller Völker, 258.22 Bechstein, Sämtliche Märchen, sagan: 112–115, athugasemdir: 795–796.

229

Steingrímur Thorsteinsson var afkastamikill þýðandi ljóða og óbundins máls. Hann þýddi ýmsar skáldsögur en þýðingar hans á ævintýrum af ýmsum toga eru miklar að umfangi.23 Þekktastar eru líklega þýðingar hans á sagnasafninu 1001 nótt og á Ævintýrum og sögum Hans Christians Andersens. Af yfirlitinu hér á undan má sjá að Steingrímur Thorsteinsson hefur þýtt mun fleiri sögur eftir H.C. Andersen en birtust í Æfintýri og

sögur, sem fyrst kom út í tveimur bindum 1904 og 1908, en enga þýðing-una í handritinu er að finna í þeirri útgáfu. Þar er að vísu „Litla stúlkan með eldspýturnar“ en prentaði textinn er ekki samhljóða þýðingunni sem ber titilinn „Litla stúlkan með brennisteinsspíturnar“ í handritinu.24 Þetta vekur upp þá spurningu hvort sögurnar í Lbs 1736 4to séu e.t.v. þýddar eftir að gengið hefur verið frá þeirri útgáfu, en í handritaskránni er handritið tímasett til 1880–1900. Steingrímur hefur einnig þýtt mörg ævintýri úr safni bræðranna Jacobs og Wilhems Grimm, en virðist ekki hafa sótt þær sögur endilega beint í safn þeirra Kinder- und Hausmärchen (KHM). Við sumar sögurnar nefnir hann bækur sem hann hefur líklega þýtt þær úr25 og eftir leit í þeim bókum og öðrum sagnasöfnum er hægt að gera sér í hugarlund hvaða erlendu safnasöfn Steingrímur hefur átt í bókasafni sínu. Flest hafa þau þó komið út í mörgum útgáfum, eins og fram hefur komið, og mjög erfitt er að segja til um nákvæmlega hvaða útgáfu hann hefur haft undir höndum. Hið sama má segja um sögur H.C. Andersen þar sem Steingrímur nefnir aðeins við sumar sögurnar að þær séu í 2. bindi. Steingrímur nefnir þó ekki bækurnar til að segja frá uppruna sagnanna heldur til að benda á myndir með þeim og af þessu má draga þá ályktun að Steingrímur hafi hugsað sér myndskreytta útgáfu á ævintýraþýðingum sínum. Hann lifði þó ekki að sjá það verða að veruleika því þannig útgáfa kom fyrst út árið 1947, með teikningum eftir Barböru Williams Árnason.26

23 Um þýðingar Steingríms er fjallað m.a. í Guðmundur Finnbogason, „Steingrímur Thor-steinsson,“ Skírnir 88 (1914): 7–10; Richard Beck. „Aldarminning Steingríms Thorsteins-sonar. 19. maí 1831. – 19. maí 1931. – Þýðingar Steingríms Thorsteinssonar,“ Vísir (17. maí 1931): 5, (20. maí 1931): 5, (26. maí 1931): 5; sjá einnig bókaskrá í Hannes Pétursson, Steingrímur Thorsteinsson. Líf hans og list (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1964): 285–286.

24 H.C. Andersen, Ævintýri og sögur (Reykjavík: Guðm. Gamalíelsson, 1904–1908): I 134–138.

25 Steingrímur nefnir „Buch der schönsten Märchen“, „Bechstein: Märchen“, „Kinder Wunder-garten“, „Märchenquell.“, og „Ingvor Bondesen: Grimm udvalgte Eventyr“.

26 Ævintýrabók Steingríms Thorsteinssonar (Reykjavík: Bókfellsútgáfan, 1947).

ÆVINTÝRI, ÞÝDD OG SÖ GÐ

HANDRITASY RPA230

Af yfirlitinu sést að langflestar sögurnar birtust fyrst í tímaritunum Rökkur og Sunnudagsblaðið. Bæði tímaritin voru gefin út af syni Steingríms, Axel Thorsteinssyni og má taka undir með Richard Beck sem sagði að Axel hefði „sýnt minningu föður síns, … sonarlega og varanlega ræktarsemi með útgáfu margra verka hans í bundnu máli og óbundnu“.27 Auk þess að birta sögurnar í tímaritum sínum lét Axel sérprenta margar sagnanna og virðist hafa verið óþreytandi við dreifingu þeirra, hann lét sérprentin oft fylgja til áskrifenda sinna. Til dæmis var Dóttir eðjukóngsins fylgirit Rökkurs og „send öllum áskrifendum, sem greitt [höfðu] áskriftargjaldið fyrir 1934.“28 Mörg ævintýrin hafa síðan verið endurútgefin, fyrst í Fimm fögur ævintýri (1942), þá í áðurnefndri myndskreyttri Ævintýrabók (1947 og 1949) og nú síðast í Undir sagnamána (2007).

Við vinnu mína við þjóðfræðisafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum29 og sérstaklega áðurnefnda rannsókn á ævintýrum og fólki sem segir þau inn á segulband hef ég, eins og áður segir, tekið eftir því að nokkur þýdd ævintýri hafa ratað út í munnlega geymd. Svo vill til að í handritinu Lbs 1736 4to er að finna þýðingar nokkurra þessara ævintýra og vaknaði sú spurning hvort þýðingar Steingríms hefðu e.t.v. orðið að munnmælasögum. Í þjóðfræðisafninu eru heimildir um að þýðingar hans á ævintýrum H.C. Andersens hafi verið vinsælar en hvergi kemur þó fram annað en að þær hafi verið lesnar fyrir börn eða af börnum.30 Erfitt getur verið að segja til um hvaðan stakar sögur eru upprunnar þar sem eðli munnlegrar geymdar felst einmitt í því að efnið tekur sífelldum breyt-ingum. Elstu þýðingar á erlendum ævintýrum yfir á íslensku eru frá 18. öld og Grimmsævintýri var farið að þýða nokkrum árum eftir að þau

27 Richard Beck, „Merkisþýðing öndvegisrits endurprentuð,“ Tíminn (11. júlí 1971): 14.28 „Dóttir Eðjukóngsins,“ Rökkur 12 (1935): 26.29 Stærstur hluti hins sívaxandi safns eru hljóðrit sem var safnað á seinni hluta 20. aldar af

þremur manneskjum. Hjónin Jón Samsonarson og Helga Jóhannsdóttir söfnuðu um allt land 1963 til 1973, bæði á vegum stofnunarinnar, Þjóðminjasafns Íslands og Ríkisútvarpsins þar sem Helga vann að hluta. Hallfreður Örn Eiríksson var ráðinn til Handritastofnunar 1965 sérstaklega til að safna þjóðfræðiefni. Hann fór um landið næstum á hverju ári fram á 10. áratuginn og tók upp allt það sem fólk var viljugt til að miðla. Í safninu er þannig að finna allskonar sögur, sagnir og ævintýri og aðrar frásagnir, og einnig kvæði, rímur, sálma, þulur og vísur, alls staðar að af landinu.

30 Sjá t.d. Rósa Þorsteinsdóttir, Sagan upp á hvern mann, 109 og 134; SÁM 89/1876 EF (Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar við Ingunni Thorarensen 3. apríl 1968): http://www.ismus.is/i/audio/id-1007952.

231

voru fyrst prentuð í Þýskalandi 1812.31 Hér er ætlunin að líta á þýðingar fjögurra ævintýra sem bæði er að finna þýddar af Steingrími í Lbs 1736 4to og hljóðritaðar eftir sagnafólki í þjóðfræðisafni Árnastofnunar. Þetta eru: „Maríubarnið“ (KHM 3), „Dauðinn veitir guðsifjar“ (KHM 44), „Skrýmslis sagan“ (franskt ævintýri) og „Maðurinn frá Hringaríki og ker l - ing arnar þrjár“ (norskt ævintýri).

Ævintýrið um Maríubarnið segir frá fátækum skógarhöggsmanni sem á aðeins eina dóttur en þau hjónin eru svo fátæk að þau hafa hvorki til hnífs né skeiðar. María mey kemur til hans í skóginum og býðst til að taka stúlk-una og ala hana upp. Stúlkan vex upp með englunum í himnaríki en þegar hún er 14 ára þarf María að skreppa í burtu og lætur hana hafa þrettán lykla áður en hún fer. Stúlkan má nota tólf lykla til að opna mismunandi herbergi og skoða inn í þau en þann þrettánda má hún ekki nota. Að sjálfsögðu brýtur hún bannið og opnar herbergið sem reynist vera herbergi hinnar heilögu þrenningar og svo fullt af birtu að þegar hún snertir birtuna með fingrinum verður hann gylltur. Þegar María kemur aftur yfirheyrir hún stúlkuna sem neitar að hafa brotið bannið og María refsar henni með því að taka af henni málið og senda hana til jarðar. Þar verður stúlkan drottning en María tekur af henni þrjú börn og það er ekki fyrr en brenna á drottninguna á báli sem hún viðurkennir brotið og guðsmóðirin fyrirgefur henni.

Sagan af stúlkunni sem elst upp hjá Maríu mey hefur verið íslenskuð a.m.k. þrisvar sinnum af öðrum en Steingrími og ef litið er til útgáfutíma má segja að Jóhann Halldórsson (1809–1844) hafi orðið fyrstur til. Jóhann gaf út tvær bækur handa börnum, Jólagjöf handa börnum árið 1839 og Nýársgjöf handa börnum 1841, og í þeirri síðarnefndu birtist sagan.32 Næst birtist þýðing á sögunni í Fjölni 1847. Hún er eftir Jónas Hallgrímsson (1807–1845), en þetta var síðasta bindi Fjölnis og var helgað Jónasi sem hafði þá látist tveimur árum fyrr. Í þýðingu Jónasar er sagan reyndar ekki nema hálfsögð því hún endar á því þegar María mey vísar stúlkunni úr himnaríki.33 Þessa þýðingu er einnig að finna í bókinni Samtíningur handa

31 Rósa Þorsteinsdóttir, „Grimmsævintýri á Íslandi,“ Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Félags-

og mannvísindadeild, ritstj. Sveinn Eggertsson og Ása G. Ásgeirsdóttir (Reykjavík: Félags-vísindastofnun Háskóla Íslands, 2012): http://hdl.handle.net/1946/13352

32 Jóhann Halldórsson, Nýársgjöf handa börnum (Kaupmannahöfn: S. L. Møller, 1841): 44–50. Sjá nánar Rósa Þorsteinsdóttir, „Grimmsævintýri á Íslandi,“ 1–2.

33 Jónas Hallgrímsson, „Maríubarnið: (Úr þjóðversku),“ Ritverk Jónasar Hallgrímssonar, ritstj. Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson (Reykjavík: Svart á hvítu, 1989): I 317–319 og IV 249.

ÆVINTÝRI, ÞÝDD OG SÖ GÐ

HANDRITASY RPA232

börnum, sem Jóhannes Sigfússon (1853–1930) tók saman og kom út 1903, án þess að þýðandans sé getið.34 Þýðing Steingríms Thorsteinssonar á ævintýrinu birtist fyrst á prenti í Rökkri 1927, eins og fram kemur í yfirlit-inu hér á undan.35 Þýðing Theodórs Árnasonar (1889–1952) birtist í 5. bindi Grimms ævintýra sem kom út 1937.36

Í þjóðfræðisafni Árnastofnunar er að finna tvær upptökur þar sem ævintýrið af Maríubarninu er sagt inn á segulband. Helga Jóhannsdóttir hljóðritaði sögu Guðrúnar Þorfinnsdóttur (1881–1966), ráðskonu á Brands- stöðum í Blöndudal, 7. júlí 1965,37 og Hallfreður Örn Eiríksson tók upp sögu Guðríðar Finnbogadóttur (1883–1982), húsfreyju á Bíldsfelli í Grafningi, 18. janúar 1967.38 Athyglisvert er að í báðum tilfellunum er sagt frá fátækum hjónum sem eiga fjöldann allan af börnum, en þýðingunum (og KHM) ber öllum saman um að stúlkan hafi verið eina barn þeirra. Hvort þetta stafar af mun á þýsku samfélagi og íslensku eða mismunandi viðhorfum kynjanna er ekki gott að segja til um.

Guðrún Þorfinnsdóttir ólst upp í Geitagerði í Skagafirði og lærði sög-una af Jóhönnu, sem var húskona í Geitagerði. Guðrún man ekki hvers dóttir Jóhanna var en minnir að hún væri ættuð úr Vestmannaeyjum. Jó hanna sagði Guðrúnu söguna en sagðist sjálf hafa lært hana af að lesa hana í „Péturssögunum,“ sem Guðrún útskýrir að sé „… svolítið kver með smásögum í. Og það var eftir Pétur biskup.“ Þarna á Guðrún eflaust við Smásögur sem Pétur Pétursson biskup safnaði og þýddi og voru fyrst gefnar út 1859. Pétur biskup gaf út fleiri slík sagnasöfn en sögurnar úr þeim öllum voru síðan endurútgefnar af Sigurði Kristjánssyni í níu bindum árin 1890–1898, einnig undir titlinum Smásögur. Ævintýrið um Maríubarnið er hvergi að finna í þessu sagnasafni. Guðrún staðfærir sög-una að nokkru leyti því samfélagið er á einhvern hátt íslenskt, hún minn-34 Jóhannes Sigfússon, Samtíningur handa börnum III (Reykjavík: Prentsmiðja Reykjavíkur,

1903): 10–13.35 Í bókinni Sagan upp á hvern mann telur höfundur þessarar greinar ranglega að þýðingin hafi

fyrst birst í Fimm fögur ævintýri 1942, (Rósa Þorsteinsdóttir, Sagan upp á hvern mann, 88–89 nmgr. 27). Það að hún kom út 1927 breytir þó ekki þeirri niðurstöðu sem komist er að þar.

36 Grimms ævintýri, 5. bindi, þýð. Theodór Árnason (Reykjavík: Ólafur Erlingsson, 1937): 20–25.

37 SÁM 92/3184 EF, (viðtal Helgu Jóhannsdóttur við Guðrúnu Þorfinnsdóttur 7. júlí 1965): http://www.ismus.is/i/audio/id-1028736.

38 SÁM 86/886 EF, (viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar við Guðríði Finnbogadóttur 18. janúar 1967): http://www.ismus.is/i/audio/id-1003663. Sjá einnig Rósa Þorsteinsdóttir, Sagan upp á hvern mann, 88–89.

233

ist á viðhorf til fátæklinga sem hlaða niður börnum og nefnir hættu á að heimili hinna fátæku foreldra verði leyst upp. Þá er Maríu mey boðið til baðstofu, en sjálf býr hún svo í litlu húsi úti í skógi og ekkert er minnst á að stúlkan alist upp í himnaríki. Sagan endar síðan á því að María mey skilar stúlkunni aftur heim þannig að líklegast er að þetta tilbrigði sé runnið frá þýðingu Jónasar Hallgrímssonar. Reyndar hefur endinum verið breytt þannig að í sögu Guðrúnar sleppir María stúlkunni ekki frá sér fyrr en hún hefur viðurkennt brotið.

Guðríður Finnbogadóttir hefur söguna eftir móður sinni, en ljóst er að ævintýrið hefur borist henni, munnlega eða skriflega, frá elstu þýðingunni því sagan er hér sögð til enda. Yngri þýðingarnar eru of seint á ferð til þess að móðir Guðríðar gæti hafa lært söguna af þeim og sagt Guðríði.

Sagan um Dauðann sem guðföður er til í einu hljóðriti og nefnd Sagan af örlagakertunum. Þetta er upptaka Jóns Samsonarsonar með Frið finni Runólfssyni (1881–1970) frá Jórvík í Hjaltastaðaþinghá, gerð á Elliheimilinu Ási í Hveragerði sumarið 1966.39 Sagan segir frá fátækum skógarhöggs-manni sem gengur illa að fá guðföður að yngsta barni sínu. Að lokum bjóðast þó þrjár persónur til þess að taka hlutverkið að sér, Drottni hafnar maðurinn vegna þess að hann gerir suma ríka og aðra fátæka, Djöflinum vegna þess að hann svíkur fólk og afvegaleiðir það. Aftur á móti þiggur hann boðið hjá Dauðanum sem gerir alla menn jafna. Skírnargjöfin frá Dauðanum er fólgin í því að drengurinn verði seinna að lækni sem hefur þann eigin leika að geta séð hvort sjúlkingurinn er dauðvona eða ekki. Þegar læknirinn hefur leikið tvisvar á Dauðann sýnir hann honum örlagakerti allra manna og að lokum slokknar á kerti læknisins sjálfs og hann dettur niður dauður.

Friðfinnur Runólfsson var mikill sagnamaður og sagði jöfnum höndum sögur sem hann hafði lært af öðru fólki og sögur sem hann hafði lært af lestri.40 Söguna af örlagakertunum segist hann hafa lært af að heyra hana sagða þó að hann muni ekki hver sagði hana. Í sögu Friðfinns koma Drottinn, Djöfullinn og Dauðinn hver af öðrum og berja að dyrum hjá hinum fátæka barnamanni og bjóða fram þjónustu sína. Í KHM og báðum þýðingunum mætir maðurinn þeim úti á götu þegar hann hefur ákveðið að biðja þann fyrsta sem hann mætir að verða guðfaðir barnsins. Ljóst er 39 SÁM 92/3244 EF, (viðtal Jóns Samsonarsonar við Friðfinn Runólfsson 1966): http://www.

ismus.is/i/audio/id-1029620.40 Rósa Þorsteinsdóttir, Sagan upp á hvern mann, 110–117.

ÆVINTÝRI, ÞÝDD OG SÖ GÐ

HANDRITASY RPA234

að Friðfinnur bætti sögum í sagnasjóð sinn fram á fullorðinsár, og jafnvel lengur, þannig að sagan getur vel verið upprunnin frá þýðingu Steingríms sem birtist á prenti 1927. Líklegra er þó að hún sé komin í munnlega geymd frá eldri þýðingu fyrrnefnds Jóhanns Halldórssonar frá 1841.41

Af titlinum sem Steingrímur Thorsteinsson gefur „Skrýmslis sögunni“ má draga þá ályktun að hann hafi þekkt hana sem sömu sögu og afi hans, Hannes Finnsson (1739–1796) biskup, þýddi og gaf titilinn „Um skrímslið góða“. Hannes hefur áreiðanlega þýtt söguna úr frönsku en sagan um „La Belle et la Bète“ var fyrst prentuð árið 1740. Sagan virðist fljótt hafa orðið vinsæl en það tilbrigði sem er þekktast og hefur verið þýtt og endursagt oftast er það sem kom út árið 1756. Sú útgáfa var fyrst þýdd á ensku 1783, en flestir þekkja nú söguna af Fríðu og dýrinu úr bókum og teiknimyndum sem koma úr smiðju Disneys. Þýðing Hannesar var prentuð 1797 í seinna bindi sagna- og fróðleikssafns hans, Kvöldvökunum� 1794.42 Í anda upplýs-ingarstefnunnar er í sögunni í útgáfu Hannesar lögð mikil áhersla á kristi-legan siðferðisboðskap og henni ætlað að kenna góðmennsku. Enda voru Kvöldvökurnar ætlaðar til að uppfræða „skýrt almúgafólk“.43 Steingrímur þýðir annað tilbrigði af sögunni en Hannes en helsti munurinn er sá að þar eru aðeins sögð aðalatriði sögunnar, en til dæmis er engu púðri eytt í langar lýsingar á drambsemi eldri systra Fríðu eða góðvild hennar eins og Hannes gerir. Tilbrigði allra þriggja sagnakvennanna, sem segja söguna inn á segul-band, líkjast gerð Steingríms af sögunni í þessu, en þó leikur varla vafi á því að rekja má uppruna þeirra tilbrigða allra til þýðingar Hannesar. Þær Guðríður Finnbogadóttir,44 Elísabet Friðriksdóttir (1893–1976) húsfreyja á Brekku í Kaupangssveit45 og Gyðríður Pálsdóttir (1897–1994) húsfreyja á Seglbúðum í Landbroti46 kalla hana allar „Söguna af skrímslinu góða.“

41 Jóhann Halldórsson, Nýársgjöf handa börnum, 51–56.42 Hannes Finnsson, Qvøld-vøkurnar� 1794, 2. bindi (Leirárgörðum við Leirá: Ed Islendska

Lands-Uppfrædingar-Félag, 1797): 155–178. Sjá nánar í Rósa Þorsteinsdóttir, „Grimms-ævintýri á Íslandi,“ 2–3.

43 Hannes Finnsson, Qvøld-vøkurnar� 1794, 7.44 SÁM 86/886 EF, (viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar við Guðríði Finnbogadóttur 18.

janúar 1967): http://www.ismus.is/i/audio/id-1003661.45 SÁM 90/2317 EF, (viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar við Elísabetu Friðriksdóttur 28. júní

1970): http://www.ismus.is/i/audio/id-1012572.46 SÁM 85/423 EF, (viðtal Helgu Jóhannsdóttur við Gyðríði Pálsdóttur 25. júní 1970): http://

www.ismus.is/i/audio/id-1022153.

235

Allar hafa þær lært hana af að heyra hana sagða og virðast ekki vita af henni á prenti. Það gerir aftur á móti Steinunn Þorsteinsdóttir (1887–1973) húsfreyja á Rauðsgili í Hálsasveit. Hún heldur reyndar að Kvöldvökurnar hafi verið tímarit og las söguna ekki sjálf og segir hana ekki, en nefnir Söguna af skrímslinu góða sem eina af þeim sögum úr „tímaritinu“ sem hún heyrði fólk segja.47 Allar leggja þessar sagnakonur áherslu á hve sagan sé góð og falleg. Guðríður lærði söguna af móður sinni sem hún segir að hafi alltaf sagt börnunum fallegar sögur og Gyðríður leggur út af sögunni í lokin og segir hana sýna að kærleikurinn sigri allt.48

„Maðurinn frá Hringaríki og kerlingarnar þrjár“ er norskt kímniævin-týri sem segir frá bónda sem blöskrar svo heimska eiginkonu sinnar að hann ákveður að skilja við hana nema hann finni þrjár kerlingar sem séu jafnvitlausar og hún. Honum tekst það fljótt og vel og kemur aftur heim þar sem hann kemst að því að konan er búin að sá salti í akurinn.

Aðeins ein þekkt hljóðritun er til af sögunni en hún var gerð af höfundi þessarar greinar með Ásu Ketilsdóttur (f. 1935), húsfreyju á Laugalandi í Skjaldfannardal, 22. mars 2010.49 Ása Ketilsdóttir er þekkt kvæðakona og hafa verið gerðar margar hljóðritanir á kveðskap hennar, þar sem hún fer með ógrynni af vísum, barnagælum og þulum, rímnaerindum og kvæðum. Nú hefur komið í ljós að Ása kann einnig ótal sögur og ævintýri og á síð-ustu árum hefur verið lögð áhersla á að hljóðrita þær. Ása var alin upp við ríka kvæða- og sagnahefð því báðir foreldrar hennar kváðu og sungu og sögðu sögur.50 Sagan um manninn frá Hringaríki er ein þeirra sagna sem Ása lærði af móður sinni. Ása vissi ekki hvort móðir hennar hefði lært söguna af lestri en taldi víst að ef svo væri hefði það ekki verið þýðing Steingríms Thorsteinssonar. Þýðing hans birtist fyrst í Sunnudagsblaðinu sem ekki barst á heimilið og ekki mundi hún til þess að Ævintýrabókin51

47 SÁM 89/1733 EF, (viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar við Steinunni Þorsteinsdóttur 26. október 1967): http://www.ismus.is/i/audio/id-1005890.

48 Sjá nánar um viðhorf Guðríðar og Elísabetar í Rósa Þorsteinsdóttir, „Grimmsævintýri á Íslandi,“ 5.

49 Upptakan hefur ekki enn verið skráð inn í þjóðfræðisafnið og ber þ.a.l. ekki safnmark, en frumupptakan er merkt safnara: RÞ 2010/2.

50 Rósa Þorsteinsdóttir, „Heimur Ásu,“ Vappaðu með mér Vala. Ása Ketilsdóttir kveður, syngur og segir sögur, umsjón með útgáfu Rósa Þorsteinsdóttir og Skúli Gautason (Hólmavík: Strandagaldur ses og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2010): [3].

51 Ævintýrabókin. Þýðingar í óbundnu máli eftir Stgr. Thorsteinsson (Reykjavík: Axel Thorstein-son, 1927). Sérprentun úr Sunnudagsblaðinu.

ÆVINTÝRI, ÞÝDD OG SÖ GÐ

HANDRITASY RPA236

hefði verið til á heimilinu. Sagan hafði áður verið þýdd af Bjarna Gunnarsen og prentuð með öðrum þýðingum hans í Nokkrar smásögur 1853.52

Ævintýraþýðingar Steingríms Thorsteinssonar hafa vissulega haft áhrif á börn og fullorðna eins og sést í ýmsum heimildum. Í ritfregn um aðra útgáfu á 1001 nótt segir Páll Eggert Ólason m.a.: „Þúsund og ein nótt hlaut þegar að maklegleikum hina mestu alþýðuhylli. Mun vafasamt, að nokkur útlend bók hafi orðið vinsælli hér á landi en hún. ... Enda kom svo á eigi alllöngum tíma, að Þúsund og ein nótt seldist upp gersamlega.“53 Heimildarmenn í þjóðfræðisafni Árnastofnunar nefna nokkrum sinnum að 1001 nótt hafi verið lesin mikið og Guðríður Finnbogadóttir segir frá því að hún hafi lært sögur úr safninu til þess að segja systrum sínum svo þær yrðu duglegri við vinnuna.54 Eins og áður er nefnt nutu ævintýri H.C. Andersens í þýðingum Steingríms einnig vinsælda og til dæmis nefnir Steinunn Þorsteinsdóttir þau sem það allra skemmtilegasta sem hún les.55 Ekki er heldur að efa að Ævintýrabók Steingríms Thorsteinssonar hefur einnig verið mikið lesin fyrir börn og af börnum og fullorðnum, en þar er einmitt að finna flestar ævintýraþýðingar Steingríms í Lbs 1736 4to. Niðurstaðan af þessari athugun er þó sú að flestar þýðingar Steingríms á ævintýrum komi of seint út á prenti til þess að hafa ratað í munnlega geymd.

52 Nokkrar smásögur. Íslenzkað hefur Bjarni Gunnarsen. (Akureyri: H. Helgason, 1853): 36–47. Sagan var síðan gefin út sérstaklega 1925 og endurprentuð 1930: Karlinn frá Hringaríki

og kerlingarnar þrjár. Gamansaga með myndum (Akureyri: Bókaverslun Þorst. M. Jónssonar, 1925). Tilbrigði af sögunni er einnig að finna í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar (í Lbs 538 4to, 20. kver nr. 3) og er þar vitnað til þýðingar Bjarna. Það tilbrigði var ekki prentað fyrr en í nýrri útgáfu á safni Jóns, undir titlinum „Heimskar kerlingar“, sjá Íslenzkar þjóðsögur og

ævintýri. V. Safnað hefur Jón Árnason. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna (Reykjavík: Þjóðsaga, 1958): 313–314.

53 Páll Eggert Ólason, „Þúsund og ein nótt. Arabiskar sögur. Íslenzkað hefir Steingrímur Thorsteinsson. I.–V. bindi. 2. útgáfa endurskoðuð. Bókaverzlun Sigurðar Jónssonar. Reykjavík 1910–1914. 8vo.“ Skírnir 89 (1915): 334.

54 Rósa Þorsteinsdóttir, Sagan upp á hvern mann, 89.55 Sama rit, 109 nmgr. 126.

237

H E I M I L D I R

Andersen, H.C. Ævintýri og sögur. 2 bindi. Reykjavík: Guðm. Gamalíelsson, 1904–1908.

Bechstein, Ludwig. Sämtliche Märchen. Darmstadt: Wissenschaftliche Buchgesell-schaft, 1980.

„Dóttir Eðjukóngsins.“ Rökkur 12 (1935): 26.„Erkidjákninn í Badajoz. Spánskt æfintýri.“ Ný sumargjöf 4 (1862): 25–33.Fimm fögur ævintýri. Steingr. Thorsteinsson þýddi. Reykjavík: Steindórsprent,

1942.Grimms ævintýri. 5. bindi. Theodór Árnason þýddi. Reykjavík: Ólafur Erlingsson,

1937.Guðmundur Finnbogason. „Steingrímur Thorsteinsson.“ Skírnir 88 (1914): 1–10.Hannes Finnsson. Qvøld-vøkurnar� 1794. 2. bindi. Leirárgörðum við Leirá: Ed

Islendska Lands-Uppfrædingar-Félag, 1797.Hannes Pétursson. Steingrímur Thorsteinsson. Líf hans og list. Reykjavík: Bókaútgáfa

Menningarsjóðs, 1964.Íslenskar þjóðsögur og ævintýri. V. Safnað hefur Jón Árnason. Árni Böðvarsson og

Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík: Þjóðsaga, 1958.Jóhann Halldórsson. Jólagjöf handa börnum. Kaupmannahöfn: Berlingum, 1839.Jóhann Halldórsson. Nýársgjöf handa börnum. Kaupmannahöfn: S. L. Møller,

1841.Jóhannes Sigfússon. Samtíningur handa börnum. III. Reykjavík: Prentsmiðja Reykja-

víkur, 1903.Jónas Hallgrímsson. „Maríubarnið: (Úr þjóðversku).“ Ritverk Jónasar Hallgríms-

sonar. Ritstj. Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson. Reykjavík: Svart á hvítu, 1989, I 317–319 og IV 249. (Upphaflega prentað í Fjölnir 9 (1847), 45–47. Sótt af http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=135117)

Karlinn frá Hringaríki og kerlingarnar þrjár. Gamansaga með myndum. Akureyri: Bókaverslun Þorst. M. Jónssonar, 1925. (Endurpr. 1930).

KHM = Jacob Grimm og Wilhelm Grimm. Kinder- und Hausmärchen. 2 bindi. Berlín: [án útg.], 1812–1815.

Molbech, Christian. Udvalgte eventyr eller folkedigtninger: en bog for Ungdommen,

Folket og Skolen. 2 bindi. 2. útg. endursk. og aukin. København: Forlaget af C.A. Reitzels Bo og Arvinger, 1854. (1. útg kom út 1843 undir titlinum Udvalgte eventyr og fortællinger: en læsebog for folket og for den barnlige verden).

Müldener, Rudolph. Das Buch der schönsten Märchen aller Völker: ein Märchenstrauß

zu Nutz und Vergnügen der Jugend. Halle: Schwetschke, 1887.Nokkrar smásögur. Íslenzkað hefur Bjarni Gunnarsen. Akureyri: H. Helgason,

1853.Páll Eggert Ólason. Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins. 1. bindi. Reykjavík:

Landsbókasafn Íslands, 1918.

ÆVINTÝRI, ÞÝDD OG SÖ GÐ

HANDRITASY RPA238

Páll Eggert Ólason. „Þúsund og ein nótt. Arabiskar sögur. Íslenzkað hefir Stein-grímur Thorsteinsson. I.—V. bindi. 2. útgáfa endurskoðuð. Bókaverzlun Sig-urð ar Jónssonar. Reykjavík 1910—1914. 8vo.“ Skírnir 89 (1915): 331–335.

Richard Beck. „Merkisþýðing öndvegisrits endurprentuð.“ Tíminn (11. júlí 1971): 14 og 22.

Richard Beck. „Aldarminning Steingríms Thorsteinssonar. 19. maí 1831. – 19. maí 1931. – Þýðingar Steingríms Thorsteinssonar.“ Vísir (17. maí 1931): 5; (20. maí 1931): 5; (26. maí 1931): 5.

Rósa Þorsteinsdóttir. „Grimmsævintýri á Íslandi.“ Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Félags- og mannvísindadeild. Ritstj. Sveinn Eggertsson og Ása G. Ásgeirsdóttir. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2012. Sótt af http://hdl.handle.net/1946/13352

Rósa Þorsteinsdóttir. „Heimur Ásu.“ Vappaðu með mér Vala. Ása Ketils dóttir kveður, syngur og segir sögur. Umsjón með útgáfu Rósa Þorsteinsdóttir og Skúli Gautason. Hólmavík: Strandagaldur ses og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2010, [3–5].

Rósa Þorsteinsdóttir. Sagan upp á hvern mann. Átta íslenskir sagnamenn og ævintýrin þeirra. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2011.

Sigurgeir Steingrímsson. „Tusen och en dag. En sagosamlings vandring från Orienten till Island.“ Scripta Islandica 31 (1980): 54–64.

Smásögur. Pétur Pétursson safnaði og þýddi. Reykjavík: Einar Þórðar son, 1859.Smásögur. 9 bindi. Pétur Pétursson safnaði og þýddi. Reykjavík: Sigurður

Kristjánsson, 1890–1898.Undir sagnamána. Sögur. Þýtt og frumsamið hefur Steingrímur Thor steins son. Umsjón

með útgáfu Þorsteinn Antonsson og María Anna Þorsteinsdóttir. [Reykjavík]: Sagnasmiðjan, 2007.

Ævintýrabók Steingríms Thorsteinssonar. Með teikningum eftir Barböru Williams Árnason. Reykjavík: Bókfellsútgáfan, 1947.

Ævintýrabókin. Þýðingar í óbundnu máli eftir Stgr. Thorsteinsson. Reykjavík: Axel Thorsteinson, 1927. (Sérprentun úr Sunnudagsblaðinu).

239

H A N D R I T

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn:

Lbs 538 4to. Lbs 1736 4to.

H L J Ó Ð R I T

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum:

RÞ 2010/2. Viðtal Rósu Þorsteinsdóttur við Ásu Ketilsdóttur 22. mars 2010.

SÁM 85/423 EF. Viðtal Helgu Jóhannsdóttur við Gyðríði Pálsdóttur 25. júní 1970.

SÁM 86/886 EF. Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar við Guðríði Finn-bogadóttur 18. janúar 1967.

SÁM 89/1733 EF. Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar við Steinunni Þorsteins dóttur 26. október 1967.

SÁM 89/1876 EF. Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar við Ingunni Thorarensen 3. apríl 1968.

SÁM 90/2317 EF. Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar við Elísabetu Friðriksdóttur 28. júní 1970.

SÁM 92/3184 EF. Viðtal Helgu Jóhannsdóttur við Guðrúnu Þorfinnsdóttur 7. júlí 1965.

SÁM 92/3244 EF. Viðtal Jóns Samsonarsonar við Friðfinn Runólfsson 1966.

ÆVINTÝRI, ÞÝDD OG SÖ GÐ